Frostheimar kveðja sumarstarfið

 í flokknum: Birta á forsíðu, Frostheimar

Frostheimabúar voru á ferðinni um alla borg og út fyrir borgarmörkin þetta sumarið og hver vika hafði sitt þema.

Við byrjuðum sumarið á því að heimsækja Blóðbankann, Sorpu og Securitas í viku sem kallaðist “Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór” og fræddumst um starfsemi þessara fyrirtækja. Í Krakkahreysti vikunni sigruðum við Úlfarsfell og tókumst á við margs konar skemmtilegar þrautir í hreystiratleiknum okkar sem alltaf er jafn skemmtilegur. Í vatnsleikja vikunni stóð vatnsblöðrustríðið uppúr ásamt bæjarferð okkar á Akranes. Í listavikunni fengum við svo að heimsækja söfn og búa til okkar eigin listaverk á Kjarvalsstöðum.

Sumarstarfinu lauk með viku sem við köllum “Borgin okkar á hjólum” þar sem Frostheimabúar og starfsmenn ferðast um allt á hjólum og við fórum meðal annars alla leið á Klambratún og í Nauthólsvík.

Þá er fjörugu og skemmtilegu sumarstarfi lokið í Frostheimum í ár og við þökkum kærlega fyrir sumarið og viljum um leið minna á myndaalbúmið okkar hér á síðunni en þar eru komnar inn myndir frá sumrinu 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt