Frístundamiðstöðin Tjörnin hlýtur 3 hvatningarverðlaun

 í flokknum: Óflokkað
Í morgun fór fram uppskeruhátíð frístundamiðstöðva í Reykjavík, Höfuð í bleyti.

Þar voru kynnt mörg frábær og framsækin verkefni sem unnin voru í frístundastarfi síðasta starfsár.
Einnig veitti skóla- og frístundaráð hvatningarverðlaun. Í fékk frístundamiðstöðin Tjörnin þrenn verðlaun af fimm og erum við afar stolt af okkar metnaðarfulla starfsfólki, börnum og unglingum.
Treystum böndin fékk verðlaun sem samstarfsverkefni er forvarnarátak félagsmiðstöðva Tjarnarinnar. Frábær árangur hefur náðst í forvarnarstarfi á Íslandi undanfarin 20 ár en undanfarin misseri hefur starfsfólk félagsmiðstöðva því miður orðið vart við vísbendingar um aukna áhættuhegðun meðal unglinga og slaka í félagslegu taumhaldi og var því ákveðið að fara af stað með verkefnið Treystum böndin til að bregðast við þeirri þróun. Markmið verkefnisins er að efla starfsfólk félagsmiðstöðvanna í að bregðast við áhættuhegðun, þjálfa þau í vettvangsstarfi og styrkja þau í virkja foreldra til samstarfs og samráðs. Einnig hefur verkefnið miðað að því að virkja foreldrasamráð, vekja foreldra til umhugsunar um forvarnarmódelið og blása lífi í foreldraröltið sem er mikilvægur þáttur í forvarnarstarfi. Auk þess vinna félagsmiðstöðvarnar markvist að því að virkja betur unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, veita þeim öryggi og hlýju heima fyrir sem og í skóla- og frístundastarfi, hjálpa unglingum að bera kennsl á styrkleika sína, að styrkja sjálfsmynd þeirra og efla trú þeirra á eigin getu. Í tengslum við verkefnið hefur frístundamiðstöðin Tjörnin gefið út handbók fyrir foreldra um foreldrarölt og unnið að handbók um vettvangsstarf fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva.

Félagsmiðstöðvarnar Frosti, Gleðibankinn, 105 og 100og1 hlutu verðlaun sem samstarfsverkefni.
Verkefnið hlaut styrk í þróunarsjóði menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast.
Verkefnastjórar Tjarnarinnar eru Andrea Marel, Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Guðrún Kaldal.

Tilfinningaspjöld fékk verðlaun sem nýsköpunar- og þróunarverkefni
Tilfinningaspjöldin kenna 12 tilfinningar sem hægt er að flokka í jákvæðar og erfiðar. Það er mikilvægt að tala ekki um neikvæðar tilfinningar heldur kenna þeim að allar tilfinningar eru eðlilegar og að allir lendi í því í lífinu að upplifa margs konar tilfinningar. Með því að vinna með spjöldin er hægt að kenna börnunum orðin fyrir tilfinningar, kenna þeim að setja tilfinningar sínar í orð, kenna þeim að hlusta á aðra tala um tilfinningar sínar, kenna börnum að sýna samúð og efla jákvæðar tilfinningar, kenna þeim að átta sig á styrkleikum sínum, vinna með vináttu og búa til sögur um tilfinningar. Í frístundaheimilum er lögð rík áhersla á virka börnin til þátttöku í gegnum hópastarf og á lýðræðislegan máta. Lýðræði og félagsfærni eru mjög skyld hugtök því að hæfnin til að deila með öðrum og taka þátt í samfélagi, halda friðinn og lifa í sátt og samlyndi eru allt hæfniþættir sem þarf til að virkja í samfélagi manna og kenna. Börn sem hafa góða stjórn á tilfinningum sínum vegnar betur í leik og skóla og eiga fleiri vini.
Í leik með spjöldunum er einnig verið að vinna með sköpun þar sem börnin eru látin leika tilfinningar og einnig að búa til sögur um andlitin sem að á spjöldunum eru.
Í frístundaheimilum er mikilvægt að hafa skýr og einföld verkfæri sem að starfsmenn geta notað við störf sín. Tilfinningaspila eru aðgengileg og bjóða upp á margs konar möguleika í notkun.
Verkefnið hlaut styrk úr þróunarsjóði menntastefnunnar, Látum draumana rætast.
Verkefnastjóri eru Guðrún Kaldal og listamanninn Jakob Jakobsson teiknaði spjöldin.

Unglingar gegn ofbeldi fékk verðlaun sem samstarfsverkefni og er metnaðarfullt átak þar sem unglingar fá tækifæri til að fræðast um og berjast gegn ofbeldi í sínu umhverfi. Unglingarnir öðlast þekkingu, tæki og tól til að fræða aðra unglinga um ofbeldi, birtingamyndir þess, mörk og virðingu. Verkefnið hefur veitt fjölda unglinga vettvang til að framleiða kynningarefni, koma fram opinberlega til að vekja athygli á málefninu og hafa áhrif á fjölda unglinga um allt land. Unglingar gegn ofbeldi hafa einnig verið í góðu samstarfi við Rúv við að taka upp og vinna efni fyrir átakið. Verkefnið, sem unnið er í samstarfi Samfés og Stígamóta, hófst í kjölfar tillögu félagsmiðstöðva frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar á aðalfundi Samfés og hefur Tjörnin frá upphafi verkefnisins verið drifkraftur í framkvæmd þess ásamt Stígamótum og Samfés, lagt til félagsmiðstöðvastarfsmann til að halda utan um og valdefla unglingahópinn sem hefur veitt verkefninu mikinn styrk og gert hópnum kleift að blómstra og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn ofbeldi. Unglingar í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar hafa einnig verið áberandi í undirbúningi og framkvæmd verkefnisins. Samhliða verkefninu hafa Stígamót einnig útbúið til fræðslupakka undanfarin tvö ár sem starfsfólk í félagsmiðstöðvum Samfés hefur kynnt fyrir unglingum sínum sem gerir það að verkum að gríðarlegur fjöldi unglinga um allt land hefur fengið samræmda fræðslu um mörk, virðingu í samskiptum, kynferðislega áreitni, ofbeldi og sjúka ást.
Verkefnastjórar Tjarnarinnar eru Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Andrea Marel

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt