Frístundamiðstöðin Tjörnin er „Stofnun ársins- bær og borg 2019“ stór stofnun

 í flokknum: Birta á forsíðu

English below

Frístundamiðstöðin Tjörnin hlýtur titilinn „Stofnun ársins 2019“ en þann titil hlýtur sú stofnun sem að fær hæsta meðalskor hjá starfsmönnum í könnum um vinnuskilyrði. Tjörnin fékk líka titilinn „Fyrirmyndarstofnun 2019“ en þann titil hljóta þær stofnanir sem raða sér í efstu sætin. Könnunin er stærsta vinnustaðakönnun sem framkvæmd er á landinu og val á stofnun og fyrirtæki ársins er samstarfsverkefni margra aðila; Sameykis, VR og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og svo auðvitað hundraða stofnana. Niðurstöður könnunarinnar veita afar mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir og fyrirtæki, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði.
 

Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.
 

Tjörnin er stór stjórnsýslueining með 13 starfsstöðvar í  Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum sem að þjónusta um 3500 börn og unglinga í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum daglega. Þar starfa um 200 starfsmenn með margs konar ólíka menntun og bakgrunn. Mikið er lagt upp úr því að starfsmenn upplifi að störf þeirra skipti máli og hafi skýran tilgang. Starfsmenn upplifa mjög góðan starfsanda, að jafnrétti sé í öllu starfi, þeir eru ánægðir og stoltir af starfi sínu og bera mikið traust til yfirmanna. Þeir fá að njóta sjálfstæðis í starfi og þeim finnst ímynd síns starfsstaðar vera góð.
 

Tjörnin er stolt að vera í hópi þeirra stofnanna sem hljóta titilinn fyrirmyndarstofnun og er þakklát starfsmönnum sem leggja ríka áherslu á að það er samhent átak allra á vinnustað að skapa góðan anda og heilbrigða starfsmannamenningu.

Við hvetjum alla foreldra til að líka við facebook síðu frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar en þar koma margs konar fréttir um starfið í borgarhlutanum. https://www.facebook.com/tjornin/

//

Tjörnin is the Large Municipal Institution of the Year

Tjörnin Recreational Centre has been awarded the title of Institution of the Year 2019. This is awarded to the organisation that scores the highest in in a survey of all staff on workign conditions and job satisfaction. Tjörnin has also bene awarded the title of “Role Model Instiution” which is awaded to the organisations in the highest positions. The survey is largest of its kind held in the country and is a joint project of Sameyki (the Public Workers’ Union), the VR Union, Ministry of Finance and Economic Affairs and of course the hundreds of public institutions.The results provide very important information about the working environments of the the workplaces and allows comparison to other institutions and companies – public and private.

The aim of Institution and Company of the Year is the reward workplaces which achieve outstanding results with human resource management.  The results of the survey of course can be used by managers and leaders to improve management nd the working environment. Finally, the survey provides the tools to benefit staff, clients, customers and other invested parties.

Tjörnin is a large institiution within the City of Reykjavík with 13 establishments in Vesturbær, Hlíðar and Central Reykjavík which service around 3500 children and teenagers daily. Around 200 people work at Tjörnin with diverse backgrounds and education. Þar starfa um 200 starfsmenn með margs konar ólíka menntun og bakgrunn. Much emphasis is place on employees experiencing their job is important and has a clear purpose. The staff experience an excellent morale, feel as though that equality is clearly evident, are proud of their establishments and have faith in their managers.  They enjoy indpendence in their job and feel as though the image of their establishment is good.

Tjörnin is proud to be among the group of institutions that have recieved the title of Role Model Institution and is grateful to all the emplyees that create such a good spirit and healthy working environment.
We encourage all parents to like our Facebook page where you can follow all sorts of news of our work from our districts. https://www.facebook.com/tjornin/

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt