Halastjarnan

Frístundaheimilið Halastjarnan hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1.-4. bekk í Háteigsskóla. Halastjarnan er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:40-17:00, staðsett við Háteigsskóla. 

Ulrike Schubert er forstöðukona: ulrike.schubert@rvkfri.is
Alda Björk Harðardóttir er aðstoðarforstöðukonu.

Halastjarnan is an organized after school program for kids in 1st to 4th grade in Háteigsskóla. The program begins at the end of a regular school day at 13:40 and ends at 17:00. We are housed next to Háteigsskóli.

Head of Halastjarnan is Ulrike Schubert, ulrike.schubert@rvkfri.is
Assistant head is Alda BjörkHarðardóttir.

Starfsmenn

Starfsmenn

Leiðarljós og gildi

Leiðarljós frístundaheimila er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að efla félagsþroska hvers barns og virðingu þess fyrir sjálfu sér, öðrum og umhverfi sínu. Við teljum mikilvægt að efla sjálfstæði og sjálfsmynd hvers barns og gera því kleift að kynnast eigin möguleikum. Þá er markmið með starfsemi frístundaheimila ekki síst að kynna ólíkar tómstundir fyrir barninu og veita börnum og foreldrum heildstæða þjónustu. Að ofangreindu má ljóst vera að barnið og vellíðan þess er þungamiðjan í daglegu starfi.

Leiðir að markmiðum

Við lítum svo á að barnið þroskist og læri með því að taka virkan þátt í daglegu starfi frístundaheimilisins: í útivistinni, í frjálsa leiknum og í skipulögðu hópastarfi. Við teljum að börn læri best með því að framkvæma (reynslunám/learning by doing) og að allir séu góðir í einhverju – enginn er góður í öllu. Eftirfarandi atriði lýsa vel nálgun okkar til að vinna að markmiðum starfsins:

 • Notum virka hlustun og sýnum börnunum hlýju og tillitsemi
 • Leggjum áherslu á frjálsan leik og val barnanna
 • Bjóðum upp á fjölbreytt hópastarf, s.s. föndur, myndlist,leiklist, tónlist, íþróttir og útiveru, vettvangsferðir,sögustundir
 • Beitum aðferðum barnalýðræðis og höfum börnin með í ráðum við gerð dagskrár og val á viðfangsefnum
 • Höfum yfirsýn og eftirlit með leiksvæðum og tryggjum öryggi og vellíðan barnanna

• Leitumst eftir samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla,skáta og önnur félög/stofnanir sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn

Aðgerðaráætlun

Aðgerðaráætlun Halastjörnunnar 
2020-2021 

Inngangur 

Frístundaheimilið Halastjarnan heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur. 

Halastjarnan þjónustar börn á aldrinum 6-9 ára í Miðborginni og er staðsett við Háteigsskóla skóla. 

Forstöðumaður er Ulrike Schubert og aðstoðarforstöðumaður er Alda Björk HarðardóttirBjörn Þórisson vinnur sem frístundafræðingur og heldur um félagsfærniverkefni sem unnið er í samstarfi við Háteigsskóla fyrir hádegi. Þar að auki vinna 17 starfsmenn í Halastjörnunni með fjölbreytta reynslu og menntun. 

Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2020-2021 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu.  

Halastjarnan fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem tekur gildi 1. september 2020 og nær til 31. ágúst 2021. Hægt er að nálgast það á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu. 

Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni. 

Leiðarljós, hlutverk, framtíðarsýn og gildi 

Leiðarljós 

Reykjavíkurborg hefur að leiðarljósi að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem börnin eru hvött til sköpunar og frumkvæðis. Starfið er byggt á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Lagt er áherslu á að börnum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.  

Hlutverk og framtíðarsýn 

Hlutverk okkar er að koma til móts við þarfir ólíkra barna, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum.  

Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt. 

Einnig hefur sviðið sett sér það verkefni að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi. 

Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu. 

Gildi Tjarnarinnar 

 • Framsækni – gott getur alltaf orðið betra! 
 • Umhyggja –  okkur er ekki sama! 
 • Fjölbreytileiki –  með opnum hug opnast dyr! 

Umbótaþættir og áhersluatriði 

Frístundamiðstöðvar vinna sínar starfsáætlanir fyrir 2020-2021 út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og þeim markmiðum sem sett voru fram með stefnukortinu þegar sviðið var stofnað. Að auki eru þær unnar út frá umbótaþáttum starfsáætlunar SFS 2018 sem eru: 

 • félagsfærni 
 • sjálfseflingu 
 • læsi 
 • sköpun 
 • heilbrigði 

Lykilfærniþætti sem unnið er með í starfinu má finna í starfsskrá frístundamiðstöðvanna í Reykjavík. Þeir eru: 

 • Sjálfmynd 
 • Umhyggja 
 • Félagsfærni 
 • Virkni og þátttaka 

Nálgun 

Við gerð þessarar aðgerðaráætlunar var leitast við að hafa víðtækt samráð við sem flesta hagsmunaaðila til þess að geta sem best mætt þörfum þeirra og óskum um þjónustu. Meðal annars var leitað eftir hugmyndum barnanna um það hvernig þau vilja sjá starfið. Rætt var við börnin um þau verkefni sem þarf að vinna og hvernig við getum notast við hugmyndir til þess að búa til verkefni. Spurningakönnun ver send til allra foreldra auk þess sem frétt fór inn á Facebook síðu foreldra þar sem þeir voru hvattir til þess að taka þátt og upplýstir um þessa leið til þess að geta komið hugmyndum sínum á framfæri. Síðast en ekki síst voru starfsmenn virkir í vinnunni og komu með ýmsar góðar tillögur að verkefnum við hæfi. Þar sem framangreind markmið og áherslur er í fyrirrúmi og verkefnin aldursviðeigandi og áhuga hvetjandi fyrir krakkana. Fjölbreytileikinn er mikill áhersluþáttur á skólaári 2020-2021 út frá öllum sjónarhornum, meðal annars fjölbreytileikans í smiðjum og klúbbum, í starfsmannahópnum og einnig í barnahópum og mikil vægi þess að fjölbreytileikinn endurspeglist í daglegu starfi. Við ætlum að leggja áherslu á að efla sjálfstjórn ( Sjálfsmynd?) barna, virkja þau til aukinnar þátttöku. Við munum gera hugmyndakassann sem hluta starfsins og barnaráð sem fasta liði í okkastarfi. Við verðum hluti í verkefninu „Draumar og drekar“  þar sem við munum leggja meira áherslu á lestur, bæta bókasöfnin okkar og hvetja börnin til aukins lestur á fjölbreyttan hátt í daglegu starfi.  

Aðgerðaráætlun 2020-2021 

Aðgerðaráætlun Halastjörnunnar er í takt við skólaárið og tekur gildi 24.ágúst 2020 23.ágúst 2021. Hér á eftir munum við lista upp helstu verkefnin og viðburðina sem eru í hverjum mánuði starfsársins fyrir sig. Þess ber að gæta að þessi listi er ekki tæmandi eða bindandi, enda er starfið okkar lifandi vettvangur sem tekur mið af þörfum þess barna- og starfsmannahóps sem hjá okkur er. Hann á þó að gefa góða mynd af því hvernig við vinnum og hvernig við setjum framangreind markmið og áhersluþætti í framkvæmd í raunverulegum verkefnum. Ávallt er boðið upp á útiveru, hreyfingu og frjálsan leik í bland við fjölbreyttar smiðjur, klúbba og þematengd verkefni. Með þessu móti náum við góðu jafnvægi á milli þess að leyfa börnunum að njóta sín með félögum sínum og sinna sínum áhugasviðum þegar formlegri dagskrá skólans er lokið. Í frístund fá útrás fyrir hreyfiþörf, sinna náttúrulegri forvitni og skapandi hugsun þannig að þau fái sem mesta út úr veru sinni á frístundaheimilinu. Áhersla er lögð á það að styðja við lestrarnám barnanna með óformlegum hætti, svo sem með því að hafa gott aðgengi að bókum í frístundaheimilinu og með því að hafa ritmálið sýnilegt í umhverfinu, m.a. með því að merkja helstu hluti og rými í starfinu með bæði orðmynd og mynd. Þannig náum við líka að styðja við og ýta undir markvisst íslenskunám hjá börnum sem ekki eru með íslensku að móðurmáli.  

Við vinnum út frá hugmyndafræðinni um virkt barnalýðræði þar sem við leitum fjölbreyttra leiða til að  fram sjónarmiði og röddum barnanna. Eitt af því sem við gerum er að hafa hugmyndakassa þar sem börn geta sett hugmyndir og tillögur til starfsmanna hvenær sem þeim dettur í hug og unnið er síðan úr þeim með barnaráði. Lagt verður áherslu á að hafa barnaráð á mismunandi vikudegi svo enginn sé útilokuð þátttöku á fundum og viðburðum. 

Í frístundaheimilinu Halastjarnan leggjum við áherslu á að nota opinn efnivið og flétta tækninni inn í starfið okkar þannig að krökkum gefist færi á að fá sem flesta snerti fleti við verk-, tækni- og listnám. Við leggjum áherslu á skapandi verkefni, hvort sem er í stuttum smiðjum eða lengri klúbbum og reynum að flétta saman skapandi vinnu og verklegri vinnu þar sem þau læra að meðhöndla áhöld og verkfæri, s.s. með skartgripagerð, tálgun, ljósmyndumgarðyrkjun o.s.frv. 

Einu sinni í viku höldum við sérstakan 4. bekkjar klúbb þar sem við erum að gera skemmtilegar hlutir í samstarfi við barna í 4. bekk. Með þessi er markmiðið að aðlaga starfið betur að 4. bekk og reyna þar með að halda þeim í starfinu. Í klúbbnum hafa börnin meiri áhrif á dagskrá og finna fyrir hvatningu til áframhaldandi þátttöku innan  félagstarfs frístundamiðstöðvanna. Halastjarnan er í samstarfsverkefni við félagsmiðstöð 105 í verkefni 104- opið hús fyrir 4. bekk. Verkefni gengur út á það að halda opið hús fyrir öll börn í 4. bekk einu sinni á mánuði fyrir öll börn í árganginum eftir hefðbundnum opnunartíma, eða frá 17:00-18:30.  

Ágúst 

 • 4. ágúst: Sumarfrístund hefst aftur eftir sumarlokun. 
 • 10.-14. ágúst: Velkomin í frístund bæklingurinn sendur til barna í 1. bekk fyrir skólaárið 2019-20 
 • Skólasetning 22.ágúst- lokað í Halastjörnunni 
 • 25. ágúst opnar Halastjarnan fyrir börn í 2.-4. bekk sem hafa fengið pláss. 
 • 26. ágúst: Sykurpokadagur í 1. bekkHalastjarnan opnar fyrir börn í 1. bekk sem hafa
  fengið pláss, börnin fá sykurpoka, þýsk hefð sem merkir upphaf skólagönguna 
 • Ráðning nýrra starfsmanna. 
 • Valkerfið sett af stað – teknar myndir af börnunum. 
 • Tökum á móti börnum og þeim kynnt starfið og starfsfólkið í Halastjörnunni, farið í gildin okkar. 
 • Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið. 

September– Hreysti og velliðan 

 • 8. september: Kynning á starfinu fyrir foreldra  
 • 14.-18. september: Hreysti- og vellíðanarvíka 
 • 22. Ráðstefna Höfuð í bleyti 
 • 23. september: 104- opið hús fyrir 4. bekk 

 

Október– Vísindi og tilraunir 

 • 12.-16. október: Vísinda- og tilraunavika 
 • 21. október: 104- ópið hús fyrir 4.bekk 
 • 24.-28. október – Haustfrí 

 

Nóvember 

 • 2.-6. nóvember: foreldraviðtöl í Halastjörnunni 
 • 11. nóvember: Langur dagur – Starfsdagur skóla 
 • 17. nóvember: Langur dagur – foreldraviðtöl 
 • 16.-20. nóvember: Barnasáttmálavíka 
 • 20. nóvember: Réttindaganga fyrir börn í 2. bekk  
 • 20 nóvember: 104- ópið hús fyrir 4.bekk 

 

Desember– Jólamarkaðurinn 

 • 10. desember: Jólamarkaður – SOS barnaþorp 
 • 11. desember: 104- ópið hús fyrir 4.bekk– jólaskemmtun 
 • 21. desember: heild dagur – jólaleyfi skóla 
 • 22. desember: heild dagur – jólaleyfi skóla 
 • 23. desember: heild dagur – jólaleyfi skóla 
 • 28. desember: heild dagur – jólaleyfi skóla 
 • 29. desember: heild dagur – jólaleyfi skóla 
 • 30. desember: heild dagur – jólaleyfi skóla 

Janúar– Fjölbreytileiki 

 • 4. janúar: heild dagur – starfsdagur í skóla 
 • 18.-23. janúar: fjölbreytileikavík 
 • 20. janúar: 104- ópið hús fyrir 4.bekk 

Febrúar– miðlalæsi 

 •  8.-12.febrúar: miðlalæsisvika 
 • 15. febrúar: bolludagur 
 • 16.febrúar: sprengidagur 
 • 17. febrúar: öskudagur 
 • 17. febrúar: 104- ópið hús fyrir 4.bekk, öskudagsball 
 • 22febrúar  23. febrúar: Vetrarfrí  

Mars– Nýsköpun og hönnun 

 • 1.-5.mars: foreldraviðtöl í Halastjörnunni 
 • 5. mars: Langur dagur – Starfsdagur skóla 
 • 9. mars: Langur dagur – foreldraviðtöl 
 • 17. mars104- ópið hús fyrir 4.bekk 
 • 22.-26. mars: Nýsköpunar- og hönnunarvíka 
 • 29.- 31. mars: langir dagar -páskaleyfi skóla 

Apríl– Barnamenning 

 • 16. apríl: 104- ópið hús fyrir 4.bekk 
 • 20.- 24. apríl: Vika barnamenningar 
 • 23. apríl: Sumardagurinn fyrsti – Lokað 

 

Maí– Kassabílarallý 

 • 1. maí: Verkalýðsdagurinn – Lokað 
 • maí: Kassabílarallí 3.-4. bekkjar 
 • 10.maí: sameigindlegur Starfsdagur SFS– lokað 
 • 13. maí: Uppstigningadagur – Lokað 
 • maí Kassabílarallí 1.-2. bekkjar 
 • 24. maí: Annar í hvítasunnu – Lokað 

Júní 

 • 7júni: langur dagur – Starfsdagur skóla 
 • 9júní: Starfsdagur Halastjörnunnar LOKAР
 • 10júní: Skólaslit LOKAÐ í Halastjörnunni 
 • 11júní: Sumarstaf Halastjörnunnar hefst 
 • 17. júní: Þjóðhátíðardagur Íslendinga – Lokað 

Júlí 

 • 5.-9. júlí Frístundaheimilin sameinast á sameiginlegu námskeiði. 
 • 12. júlí: Frístundaheimilin lokað vegna sumarleyfa 
Foreldrahandbók

Foreldrahandbók Halastjörnunnar 2020-2021

 

foreldrahandbk-2020-2021

Upplýsingar vegna röskunar á frístundastarfi vegna veðurs

Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.
Ábyrgð foreldra / forráðamanna
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum.
Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt. Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla og mega foreldrar þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.
Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. vegna vanbúinnar bifreiðar til vetraraksturs.
Tilkynningar
Tilkynningar eru settar fram í samvinnu við Veðurstofu Íslands og er þá viðvörunarkerfi hennar haft til hliðsjónar.
Nánari upplýsingar.
Hafi Veðurstofan gefið út gula, appelsínugula eða rauða viðvörun þá eru tilkynningar virkjaðar.
Kappkostað er að senda tímanlega út tilkynningu um röskun á skóla- og frístundastarfi í samstarfi við útvarpsstöðvar og vefmiðla og er miðað við að þær berist eigi síðar en kl. 7 að morgni.
Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum.
Símkerfi skóla eru misvel undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast vel með veðri og tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum, á vefsíðum skóla og slökkviliðsins (shs.is). Einnig má fá upplýsingar á Facebook-síðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda.
Útsendar tilkynningar SHS eiga ávallt við um höfuðborgarsvæðið í heild, en aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og bæjarhlutum.

Tilkynningar verða eftirfarandi:
Daginn áður vegna veðurspár (gul , appelsínugul eða rauð viðvörun fyrir daginn eftir).
(Sé veður í lagi er sjaldnast send út tilkynning vegna þessa en ítrekað fyrir foreldrum að fylgjast
með veðri).
Að morgni dags vegna óveðurs eða færðar (gul , appelsínugul eða rauð viðvörun að morgni dags).
Síðdegis ef veður hefur versnað meðan á skólahaldi/frístundastarfi stendur (gul , appelsínugul eða rauð viðvörun síðdegis).
Að morgni dags ef óveður hamlar skólahaldi (rauð viðvörun).
Leiðbeiningar þessar eru ætlaðar „yngri börnum“ það er börnum yngri en 12 ára, athugið að hér er aðeins um viðmið að ræða sem er háð mati foreldra/forráðamanna.

 • Frístundaheimilið Halastjarnan
 • Háteigsskóla, Háteigsvegi, 105 Reykjavík
 • 411-5580 / 663-6102
 • halastjarnan@rvkfri.is
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt