Halastjarnan

Frístundaheimilið Halastjarnan hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1.-4. bekk í Háteigsskóla. Halastjarnan er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:40-17:00, staðsett við Háteigsskóla. 

Ulrike Schubert er forstöðukona: ulrike.schubert@rvkfri.is
Kristný Rós Gústafsdóttir er aðstoðarforstöðukona: kristny.ros.gustafsdottir@rvkfri.is

Halastjarnan is an organized after school program for kids in 1st to 4th grade in Háteigsskóla. The program begins at the end of a regular school day at 13:40 and ends at 17:00. We are housed next to Háteigsskóli.

Head of Halastjarnan is Ulrike Schubert, ulrike.schubert@rvkfri.is
Assistant head is Kristny Rós Gústafsdóttir, kristny.ros.gustafsdottir@rvkfri.is

Starfsmenn

Starfsmenn

Leiðarljós og gildi

Leiðarljós frístundaheimila er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að efla félagsþroska hvers barns og virðingu þess fyrir sjálfu sér, öðrum og umhverfi sínu. Við teljum mikilvægt að efla sjálfstæði og sjálfsmynd hvers barns og gera því kleift að kynnast eigin möguleikum. Þá er markmið með starfsemi frístundaheimila ekki síst að kynna ólíkar tómstundir fyrir barninu og veita börnum og foreldrum heildstæða þjónustu. Að ofangreindu má ljóst vera að barnið og vellíðan þess er þungamiðjan í daglegu starfi.

Leiðir að markmiðum

Við lítum svo á að barnið þroskist og læri með því að taka virkan þátt í daglegu starfi frístundaheimilisins: í útivistinni, í frjálsa leiknum og í skipulögðu hópastarfi. Við teljum að börn læri best með því að framkvæma (reynslunám/learning by doing) og að allir séu góðir í einhverju – enginn er góður í öllu. Eftirfarandi atriði lýsa vel nálgun okkar til að vinna að markmiðum starfsins:

  • Notum virka hlustun og sýnum börnunum hlýju og tillitsemi
  • Leggjum áherslu á frjálsan leik og val barnanna
  • Bjóðum upp á fjölbreytt hópastarf, s.s. föndur, myndlist,leiklist, tónlist, íþróttir og útiveru, vettvangsferðir,sögustundir
  • Beitum aðferðum barnalýðræðis og höfum börnin með í ráðum við gerð dagskrár og val á viðfangsefnum
  • Höfum yfirsýn og eftirlit með leiksvæðum og tryggjum öryggi og vellíðan barnanna

• Leitumst eftir samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla,skáta og önnur félög/stofnanir sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn

Aðgerðaráætlun

Aðgerðaráætlun Halastjörnunnar
2023-2024

Inngangur

Halastjarnan þjónustar börn á aldrinum 6-9 ára í Miðborginni og er staðsett við Háteigsskóla. Forstöðukona er Ulrike Schubert og aðstoðarforstöðukona er Kristný Rós Gústafsdóttir. Þar að auki vinna 14 starfsmenn í Halastjörnunni á hverjum degi sem eru til þess fallin að auðga og efla starfið með börnunum.

Frístundaheimilið Halastjarnan heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

Hlutverk og gildir Tjarnarinnar

Frístundamiðstöðin Tjörnin hefur einsett sér að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi og rík áhersla er lögð á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Til þess að ná því vinnum við með virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi og hugum sérstaklega að því að virkja börn og unglingar sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu. Við höfum sett okkur ákveðin gildi sem leggja grunn að öllu starfi á okkar vegum, en þau eru:

Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!
Umhyggja –  okkur er ekki sama!
Fjölbreytileiki –  með opnum hug opnast dyr!

Um Aðgerðaáætlun

Aðgerðaráætlun þessi er unnin sem liður í starfsætlun Tjarnarinnar, en starfsáætlanir frístundamiðstöðva skóla- og frístundasviðs eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast“ og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu.

Halastjarnan fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem tekur gildi 1. september 2023 og nær til 31. ágúst 2024. Hægt er að nálgast það á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu. Aðgerðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Við störfum í anda menntastefnu Reykjavíkurborgar en meginmarkmið hennar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. Grundvallarþættir stefnunnar eru fimm, sjá nánar hér að neðan:

Félagsfærni:

Með félagsfærni er átt við hæfnina til að eiga árangursrík samskipti við aðra og viljann til hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Starfið í frístundaheimilunum er í eðli sínu þjálfun í eflingu félagsfærni og markvisst er unnið með félagsfærni í gegnum félagsfærnileiki, samvinnuverkefni og vináttuþjálfun, ásamt því sem börnunum er leiðbeint um samskipti í leik og við lausn ágreinings. Við veitum börnum fjölbreyttan vettvang til þess að tjá skoðanir sínar, leggjum áherslu á að þau þjálfist í að tjá skoðanir sínar, læti að hlusta á skoðanir annarra og virða þær. Börnum er leiðbeint um hvernig leysa má friðsamlega úr ágreiningsmálum og þeim veitt leiðsögn í samskiptum, samvinnu og samkennd og þeim veitt tækifæri til að sýna hug sinn í verki og koma skoðunum sínum á framfæri í fjölbreyttu, lýðræðislegu samstarfi.

Sjálfsefling:

Sterk sjálfsmynd barna og trú á eigin getu er einhver besti grunnur sem hægt er að veita barni út í lífið. Sjálfsefling felur í sér að barnið öðlist trú á eigin getu og að það læri að þekkja styrkleika sína og veikleika. Við leggjum áherslu á að kenna börnunum sjálfsaga og að efla með sér þrautseigju og seiglu. Skýr og sterk sjálfsmynd hjálpar barninu að taka sjálfstæðar, ábyrgar ákvarðanir, takast á við mótlæti, læra að leysa ágreining friðsamlega og lifa í sátt við aðra. Sjálfsstjórn og samskiptahæfni eru nátengd og hafa áhrif á sjálfstraust barna, líðan, námsárangur og almennt árangur í lífinu. Við leggjum á það ríka áherslu að efla börnin og styðja í því að verða sterkir, sjálfbjarga einstaklingar, en það gerum við m.a. með því að þjálfa þau í því að taka sjálfstæðar ákvarðanir, að ögra þeim og kenna þeim að standa með sjálfum sér, að hjálpa þeim að þekkja sig sjálf og tilfinningar sínar, hjálpa þeim að átta sig á hvað þau vilja og opna hug þeirra fyrir hugmyndum og fólki. Við veitum þeim jákvæða hvatningu til að koma eigin hugmyndum í framkvæmd, en einnig hjálpum við þeim að bjarga sér í hversdeginum, svo sem með því að hjálpa þeim að læra á nærumhverfi sitt, læra á klukku og að passa tímann sinn, læra að gera sér einfaldan mat svo þau eigi auðveldara með að sjá um sig sjálf þegar þau eru vaxin upp úr frístundaheimilinu o.s.frv.

Læsi:

Með læsi er átt við þá hæfni að geta lesið, skilið, túlkað og unnið á gagnrýninn hátt með ritað mál, orð, tölur, myndir og tákn. Í víðtækri merkingu vísar hugtakið einnig til læsis á ólíka miðla, umhverfi, hegðun og aðstæður. Læsi er í eðli sínu félagslegt fyrirbæri og hefst með máluppeldi barna við fæðingu. Við vinnum með að efla þekking og skilning barna á samfélagi sínu og umhverfi, eflum með þeim miðlalæsi, menningarlæsi og svo almennt ritmálslæsi með fjölbreyttum verkefnum, svo dæmi séu tekin um hvernig unnið er með læsi í frístundaheimilunum okkar en góð læsisfærni á íslensku lykill að þekkingaröflun og skilningi á umhverfi og samfélagi.

Sköpun:

Í frístundaheimilunum er lögð rík áhersla að vinna sköpun og skapandi viðfangsefnum og því bjóðum við ávallt upp á fjölbreytt úrval af viðfangsefnum sem stuðla að sköpun og skapandi hugsun. Fjölbreytni er í skapandi viðfangsefnum, þeim er gert jafn hátt undir höfði og öðrum verkefnum og áhersla er á að börnin hafi gott aðgengi að skapandi efnivið þar sem þau hafa val um að vinna eftir fjölbreyttum leiðum. Auk þess tökum við þátt í listaviðburðum eins og barnamenningarhátíð og heimsækjum reglulega söfn og aðrar menningarstofnanir. Við erum dugleg að nota opinn efnivið og flétta tækninni inn í starfið okkar þannig að krökkum gefist færi á að fá sem flesta snertifleti við verk-, tækni- og listnám. Við leggjum áherslu á skapandi verkefni, hvort sem er í stuttum smiðjum eða lengri klúbbum og reynum að flétta saman skapandi vinnu og verklegri vinnu þar sem börnin þjálfast í meðferð áhalda, s.s. með skartgripagerð, tálgun, ljósmyndum o.s.frv.

Heilbrigði:

Undir heilbrigði falla meðal annars lífs- og neysluvenjur, líkamleg færni, kynheilbrigði og andleg og félagsleg vellíðan. Í hnotskurn má segja að sá einstaklingur sé heilbrigður sem hefur tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl og öðlast hæfni til að standa vörð um eigið heilbrigði. Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi. Unnið er að því að skapa umræður um heilbrigði í víðum skilningi, t.d. vellíðan, margbreytileika, svefn og hollar lífs- og matarvenjur. Við störfum eftir gátlista skóla- og frístundasviðs um heilsueflandi frístundastarf og styðjum þannig að heildrænt heilbrigði barnanna og hjálpum þeim að leggja góðan grunn að heilbrigðum lífsstíl.

 

Leiðarljósin okkar

Tvö leiðarljós vísa okkur veginn við að ná markmiðum menntastefnunnar. Hið fyrra er „barnið sem virkur þátttakandi og hið síðara er „fagmennska og samstarf í öndvegi“.

Barnið sem virkur þátttakandi:
Uppeldi og menntun barna og unglinga er samfélagslegt verkefni og á sér stað bæði með formlegum og óformlegum hætti. Í skóla- og frístundastarfi er virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi mikilvægt leiðarljós. Veita þarf börnum viðeigandi stuðning og byggja á styrkleikum þeirra og bakgrunni svo að þau geti haft áhrif á nám sitt, líðan og umhverfi. Við vinnum út frá hugmyndafræðinni um virkt barnalýðræði þar sem við leitum fjölbreyttra leiða til að fá fram sjónarmið og raddir barnanna og notum við til þess fjölbreyttar leiðir. Eitt af því sem við gerum er að hafa hugmyndakassa þar sem börnin geta sett hugmyndir og tillögur til starfsmanna hvenær sem þeim dettur í hug. Hugmyndakassi og barnaráð eru orðin fastur hluti í starfinu Halastjörnunnar en við ætlum að leggja mikið áherslu á það að efla virk þátttöku barna í að skapa dagskrá í Halastjörnunni og halda sérstök félagsfærni námskeið og smiðjur fyrir bæði yngri og eldri börn. 
Halastjarnan mun hefja ferli að vera Réttindafrístund UNICEF á skólaárinu 2021-2022 með Háteigsskóla og félagsmiðstöðinni 105.

Fagmennska og samstarf í öndvegi:
Í frístundaheimilinu Halastjörnunni starfar framsækið starfsfólk sem rýnir eigin starfsaðferðir, tileinkar sér nýja starfshætti og vinnur saman að sameiginlegum markmiðum. Hlutverk starfsfólks er að koma til móts við þarfir barna og stuðla að alhliða þroska þeirra ásamt því að búa þau undir virka þátttöku í fjölmenningar- og fjölþjóðlegu lýðræðissamfélagi. Í þessu samhengi skiptir miklu að virkja áhuga og ástríðu allra barna en það hefur bein áhrif á árangur þeirra. Til þess að það takist þarf að styðja faglegt frumkvæði starfsfólks, veita því rík tækifæri til starfsþróunar og markvissa ráðgjöf og handleiðslu í starfi. Starfsfólkið setur metnað sinn í það að húsnæði og aðstaða veiti fullnægjandi umgjörð um starfið og að starfið stuðli að heilbrigði, þroska og vellíðan barna og starfsmanna.

Nálgun við gerð Aðgerðaráætlunar

Við gerð þessarar aðgerðaráætlunar var leitast við að hafa víðtækt samráð við sem flesta hagsmunaaðila til þess að geta sem best mætt þörfum þeirra og óskum um þjónustu. Rætt var við börnin um hvernig þau sjá starfið í Halastjörnunni fyrir sér. Börnin komu með fullt að flottum smiðjuhugmyndum og dót sem þau vildu leika sér með í Halastjörnunni. Spurningakönnun var send til allra foreldra auk þess sem frétt fór inn á Facebook síðu foreldra þar sem þeir voru hvattir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Síðast en ekki síst voru starfsmenn virkir í vinnunni og komu með ýmsar góðar tillögur að verkefnum þar sem grunnþættir og leiðarljós menntastefnunnar eru í fyrirrúmi, verkefnin aldursviðeigandi og áhuga hvetjandi fyrir krakkana.

Aðgerðaráætlun 2023-2024

Aðgerðaráætlun Halastjörnunnar er í takt við skólaárið og tekur gildi 22. ágúst 2023- 21. ágúst 2024. Hér á eftir munum við lista upp helstu verkefni og viðburði hvers mánaðar. Þess ber að geta að þessi listi er ekki tæmandi eða bindandi, enda er starfið okkar lifandi vettvangur sem tekur mið af þörfum þess barna- og starfsmannahóps sem hjá okkur er. Hann á þó að gefa góða mynd af því hvernig við vinnum og setjum framangreind markmið og áhersluþætti í framkvæmd. Ávallt er boðið upp á útiveru, hreyfingu og frjálsan leik í bland við fjölbreyttar smiðjur, klúbba og þematengd verkefni. Með þessu móti náum við góðu jafnvægi á milli þess að leyfa börnunum að njóta sín með félögum sínum og sinna sínum áhugasviðum þegar formlegri dagskrá skólans er lokið.

Samvera og vinátta verður áhersluþættir í Halastjörnunni á skólaári 2023-2024 þar sem við ætlum að leggja áherslu á samheldni þver yfir barna- og starfsmannahópinn og ætlum að leggja sérstaka áherslu á að auka þátttöku barna af erlendum uppruna og flottabörn í frístundastarfi. Einnig ætlum við að leggja áherslur á umhverfisvitund barna og ná að klára 3.skref í grænum skrefum á vorönn 2024.

Einu sinni í viku höldum við sérstakan 4. bekkjar klúbb þar sem við erum að gera skemmtilega hluti í samstarfi við börn í 4. bekk. Markmiðið er að aðlaga starfið betur að 4. bekk og reyna þar með að halda þeim í frístundastarfinu. Í klúbbnum hafa börnin meiri áhrif á dagskrá og finna fyrir hvatningu til áframhaldandi þátttöku innan frístundamiðstöðvanna. Halastjarnan er í samstarfi við félagsmiðstöðina 105 í verkefninu 104- opið hús fyrir 4. bekk. Verkefni gengur út á það að halda opið hús fyrir öll börn í 4. bekk tvisvar til þrisvar á önn fyrir öll börn í árganginum eftir hefðbundinn opnunartíma, eða frá 17:00-18:30.

 

Ágúst

  • ágúst: Sumarfrístund hefst aftur eftir sumarlokun.
  • Skólasetning 22.ágúst- lokað í Halastjörnunni
  • ágúst opnar Halastjarnan fyrir börn í 2.-4. bekk.
  • ágúst: Sykurpokadagur í 1. bekk: Halastjarnan opnar fyrir börn í 1. bekk, börnin fá sykurpoka, þýsk hefð sem merkir upphaf skólagönguna
  • Ráðning nýrra starfsmanna og onboarding.
  • Valkerfið sett af stað – teknar myndir af börnunum.
  • Tökum á móti börnum og þeim kynnt starfið og starfsfólkið í Halastjörnunni, farið í gildin okkar.
  • Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.

September- Hreysti og vellíðan

  • september: Kynning á starfinu fyrir foreldra
  • -23. september: Heilsuvika
  • september: heild dagur – Starfsdagur skóla

Október- Vísindi og tilraunir

  • október: heild dagur – Starfsdagur skóla
  • október: heild dagur – Viðtalsdagur í skólanum
  • -20. október: Vísinda- og tilraunavika
  • október: Starfsmannafræðsla
  • -30. október – Haustfrí
  • október Hrekkjavaka

Nóvember

  • -10. nóvember: foreldraviðtöl í Halastjörnunni
  • -20. nóvember: Barnasáttmálavíka

 

 

 

 

Desember- Jólamarkaðurinn

  • desember: Jólamarkaður – SOS Barnaþorp
  • desember: langur dagur – jólaleyfi skóla
  • desember: langur dagur – jólaleyfi skóla
  • desember: langur dagur – jólaleyfi skóla
  • desember: langur dagur – jólaleyfi skóla
  • desember: langur dagur – jólaleyfi skóla

Janúar- Fjölbreytileiki

  • janúar: langur dagur – starfsdagur í skóla
  • – 19. janúar: Fjölbreytileikavika

Febrúar- miðlalæsi

  • febrúar: langur dagur – starfsdagur í skóla
  • febrúar: langur dagur – foreldravi
  • -16. febrúar: miðlalæsisvika
  • febrúar- bolludagur
  • febrúar: sprengidagur
  • febrúar: öskudagur
  • febrúar: Fjölskylduviðburður í vetraleyfi
  • febrúar – 20. febrúar: Vetrarfrí

Mars- umhverfi

  • -8.mars: foreldraviðtöl í Halastjörnunni
  • -22. mars: Umhverfisvika
  • -27.mars: langir dagar -páskaleyfi skóla
  • mars- 1.apríl: páskar- lokað

Apríl- Barnamenning

  • -26. apríl: Barnamenningarhátíð
  • apríl: Sumardagurinn fyrsti – lokað

 

 

 

Maí- Regnbogahlaup

  • maí: Uppstigningardagur – lokað
  • maí: starfsdagur- lokað bæði í Háteigsskóla og Halastjörnunni
  • maí: Annar í hvítasunnu – lokað
  • – 24.maí: Margbreytileikavika
  • maí: Regnbogahlaup

 

Júní

  • júní: Skólaslit- lokað
  • júní: Starfsdagur Halastjörnunnar- lokað
  • júní: Sumarstaf Halastjörnunnar hefst
  • júní: Þjóðhátíðardagur Íslendinga – lokað

Júlí

  • júlí: Síðasti dagur í sumarfrístund í halastjörnunni fyrir sumarfrí
Foreldrahandbók

Foreldrahandbók Halastjörnunnar 2020-2021

 

foreldrahandbk-2020-2021

Upplýsingar vegna röskunar á frístundastarfi vegna veðurs

Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.
Ábyrgð foreldra / forráðamanna
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum.
Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt. Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla og mega foreldrar þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.
Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. vegna vanbúinnar bifreiðar til vetraraksturs.
Tilkynningar
Tilkynningar eru settar fram í samvinnu við Veðurstofu Íslands og er þá viðvörunarkerfi hennar haft til hliðsjónar.
Nánari upplýsingar.
Hafi Veðurstofan gefið út gula, appelsínugula eða rauða viðvörun þá eru tilkynningar virkjaðar.
Kappkostað er að senda tímanlega út tilkynningu um röskun á skóla- og frístundastarfi í samstarfi við útvarpsstöðvar og vefmiðla og er miðað við að þær berist eigi síðar en kl. 7 að morgni.
Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum.
Símkerfi skóla eru misvel undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast vel með veðri og tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum, á vefsíðum skóla og slökkviliðsins (shs.is). Einnig má fá upplýsingar á Facebook-síðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda.
Útsendar tilkynningar SHS eiga ávallt við um höfuðborgarsvæðið í heild, en aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og bæjarhlutum.

Tilkynningar verða eftirfarandi:
Daginn áður vegna veðurspár (gul , appelsínugul eða rauð viðvörun fyrir daginn eftir).
(Sé veður í lagi er sjaldnast send út tilkynning vegna þessa en ítrekað fyrir foreldrum að fylgjast
með veðri).
Að morgni dags vegna óveðurs eða færðar (gul , appelsínugul eða rauð viðvörun að morgni dags).
Síðdegis ef veður hefur versnað meðan á skólahaldi/frístundastarfi stendur (gul , appelsínugul eða rauð viðvörun síðdegis).
Að morgni dags ef óveður hamlar skólahaldi (rauð viðvörun).
Leiðbeiningar þessar eru ætlaðar „yngri börnum“ það er börnum yngri en 12 ára, athugið að hér er aðeins um viðmið að ræða sem er háð mati foreldra/forráðamanna.

Gjaldskrá

Hér má finna gjaldskrá frístundaheimila.

Eineltisáætlun Tjarnarinnar

Eineltisáætlun Tjarnarinnar

 

Almennt um eineltisáætlunina

Allir starfsstaðir frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar starfa samkvæmt verklagi í eineltismálum sem varð til í samstarfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs sem gengur undir nafninu Vinsamlegt samfélag. Þar er stefnt að því að framkoma allra einkennist af virðingu, samkennd og ábyrgð og er einelti ekki liðið í vinsamlegu samfélagi. Ef þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun frístundamiðstöðvarinnar og stefnu borgarinnar.

Mikilvægt er að samræma eins og kostur er viðhorf og skilaboð allra starfsmanna um framkomu og samskipti til barnanna í borginni og efla það starf leik -og grunnskóla og frístundamiðstöðva sem stuðlar að vinsamlegu samfélagi meðal barna og starfsmanna og hefur frístundamiðstöðin átt í virku samstarfi við Vöndu Sigurgeirsdóttur á Menntavísindasviði um sérstakt verkefni sem nefnist vináttuþjálfun, sem miðar að því að efla félagsfærni og vináttuþjálfun barna, finna sérstaklega þau börn sem þurfa stuðning og aðstoð og þjálfa upp hjá þeim jákvæð hegðunarmynstur. Öflugasta forvörnin gegn einelti felst í því að börn læri með skipulögðum hætti að vera saman í leik og starfi þar sem lýðræði, mannréttindi og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi.

Hvað er einelti?

Einelti felur í sér að einstaklingur er tekinn fyrir af öðrum einstakling eða hópi. Einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf fórnarlambsins. Einelti felur í sér að einstaklingur er tekinn fyrir af einum eða hópi með síendurtekinni stríðni, látbragði, niðrandi ummælum, sögusögnum, andlegri kúgun, hótunum af ýmsu tagi, félagslegri höfnun eða markvissri útskúfun.

Einelti getur einnig birst í samskipum í vefmiðlum. Það er hlutverk fullorðna fólksins að sjá til þess að börn umgangist vefinn af ábyrgð.

 

Frístundamiðstöðin er með eineltisáætlun sem allar starfstöðvar starfa eftir til að fyrirbyggja einelti og uppræta það þegar grunur er um slíkt. Foreldrar skulu alltaf taka vísbendingar eða upplýsingar um einelti alvarlega og setja sig í samband við forstöðumann á viðkomandi starfsstöð til að hefja samstarf um að uppræta það.

 

Í stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs segir að leita skuli allra leiða til að börnum í þjónustu þess líði vel og að unnið sé markvisst að því í samræmi við forvarnarstefnu borgarinnar að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og þjálfa félagsfærni og samskipti barnanna. Tekið er fram að einelti og ofbeldi sé ekki liðið.

 

Áhrif eineltis á börn

Einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þolandans. Ef barn er lagt í einelti líður ekki langur tími áður en því fer að líða illa, verður óttaslegið, öryggislaust, einmana og á varðbergi gagnvart félögum. Sjálfstraustið hverfur, barnið dregur sig í hlé og verður jafnvel veikt án sýnilegra sjúkdóma.

Langvarandi einelti veldur streitu sem leitt getur til alvarlegra vandamála eins og óæskilegrar hegðunar, lystarleysis og þunglyndis.

Hvað geta foreldrar gert ef barn þeirra verður fyrir einelti?

Foreldrar skulu alltaf taka vísbendingar eða upplýsingar um einelti alvarlega. Nauðsynlegt er að ræða við barnið, hlusta vel á það og sýna því umhyggju og skilning.

Foreldrar þurfa því næst að ræða við forstöðumann viðkomandi starfseiningar, sem aflar nauðsynlegra gagna til að varpa ljósi á staðreyndir. Sé eineltið staðfest gerir starfseiningin viðbragðsáætlun til að takast á við eineltið samkvæmt aðgerðaráætlun Tjarnarinnar gegn einelti sem byggð er á leiðbeiningum Vinsamlegs samfélags. Komi upp eineltismál í sumarstarfinu er málið alfarið unnið af starfmönnum Tjarnarinnar með hlutaðeigandi aðilum með möguleikann á stuðningi frá þjónustumiðstöð. Komi upp eineltismál á skólaárinu er málið unnið í þverfaglegu eineltisteymi sem starfar innan hvers skóla

 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar starfar ráðgjafi foreldra og skóla, Héðinn Pétursson. Hann vinnur að úrlausn eineltismála í samstarfi við foreldra og stofnanir Reykjavíkurborgar. Hægt er að hafa samband í síma 4 11 11 11.

Foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að aðkomu sérfræðiþjónustu.

 

Tenglar

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má finna upplýsingar um verkefnið Vinsamlegt samfélag og gátlista sem starfshópur um verkefnið setti fram en gátlistinn er leiðbeinandi fyrir þá sem vinna að gerð eineltisáætlana á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs. Hann samræmir áætlun um forvarnir, inngrip og eftirfylgd í eineltismálum í öllum hverfum borgarinnar. Gátlistinn var unninn í víðtæku samráði starfsfólks skóla- og frístundasviðs, fulltrúa foreldra og þjónustumiðstöðva.  Upplýsingar um Vinsamlegt samfélag: http://reykjavik.is/vinsamlegt-samfelag

Gátlisti vinsamlegs samfélags vegna eineltis: http://reykjavik.is/gatlisti-vegna-eineltis

Einelti í skóla- og frístundastarfi: http://reykjavik.is/thjonusta/einelti-i-skola-og-fristundastarfi

 

Verkferill í eineltismálum.

Verklag starfsstaða frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar í eineltismálum byggir á þríþættri nálgun; forvörnum, inngripi og eftirfylgd. Með forvörnum er lögð áhersla á að börn og ungmenni þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og samskiptum sem einkennast af virðingu, samkennd og ábyrgð. Allir starfsstaðir starfa eftir leiðarljósum í samskiptum sem endurspegla þessi gildi. Allt starfsfólk þekkir eineltisáætlun Tjarnarinnar og er leitað til þeirra við árlega endurskoðun hennar. Með því að samræma viðhorf og viðmið í samskiptum erum við að fyrirbyggja að einelt og annað ofbeldi fái þrifist í umhverfi okkar. Meginmarkmiðið með því að vera með sérstaka eineltisáætlun er að starfsfólk, börn og ungmenni og foreldrar þeirra séu meðvitaðri um einelti, þekki birtingarmyndir þess og viti hvernig skal bregðast við komi upp grunur um einelti. Mikið er lagt upp úr því fræða starfsfólk um áhrif eineltis og er það bæði gert með reglulegri umræðu á starfsmannafundum sem og formlegri fræðslu, en frístundamiðstöðin hefur t.a.m. verið í samstafi við Vöndu Sigurgeirsdóttur um hríð um vináttuþjálfun sem fyrirbyggjandi aðgerð. Eineltisáætlunin er kynnt öllum hlutaðaeigandi, enda er það ábyrgð allra sem koma á einn eða annan hátt að starfinu okkar að koma í veg fyrir einelti. Einn mikilvægasti liðurinn í þessu er að rýna vel í niðurstöður úr könnunum um líðan starfsfólks og barna og ungmenna og nýta þær í vinnu gegn einelti á starfsstöðunum okkar, að kynna samskiptareglur vel og að vera með virkt eineltisteymi á hverjum stað, en þeim sitja forstöðumenn hverrar starfseiningar fyrir sig fyrir hönd Tjarnarinnar.

Þegar foreldrar tilkynna um einelti gegn barni sínu fylla þeir út þetta eyðublað sem þeir senda á forstöðumann viðkomandi starfseiningar. Berist okkur ábending um einelti er hún undantekningarlaust tekin alvarlega. Enda þótt í ljós komi að ekki sé um einelti að ræða þarf samt að taka allar vísbendingar um óæskileg samskipti eða vanlíðan barna alvarlega og takast á við vandann í samræmi við eðli hans.

Ef forstöðumaður óskar eftir að foreldar komi á fund í skóla- eða frístundastarfi til að ræða hugsanlegt einelti ætti alltaf að upplýsa þá um hverjir verði á fundinum. Einnig ætti að hvetja foreldra til að koma ekki einir á fundi heldur hafa einhvern með sér sem þeir treysta. Þannig er þess gætt að jafnvægi ríki á fundum.

 

 

 

√  Sá sem fær upplýsingar vísar málinu til ábyrgðaraðila sem kannar málið með óformlegum hætti.
√  Ef ábyrgðaraðili telur að um einelti geti verið að ræða hefur hann samband við foreldra barns sem fyrir einelti verður, aflar frekari upplýsinga og greinir frá næstu skrefum.
Skipuleg skráning hefst. Skráningareyðublað.
√  Þegar samþykki foreldra liggur fyrir upplýsir ábyrgðaraðili eineltisteymi og tekin er ákvörðun um aðkomu þess. Einnig gæti þurft að vísa málinu til nemendaverndarráðs grunnskóla sem tekur það til umfjöllunar.
√  Eineltisteymi setur fram áætlun í samstarfi við ábyrgðaraðila innan tveggja virkra daga. Verkaskipting í samræmi við fyrirfram ákveðið verklag. Ef könnun leiðir í ljós að um einelti sé að ræða er rætt við foreldra þeirra barna sem talið er að standi að eineltinu og síðan viðkomandi börn.
√  Kortlagt hvar barnið er í frístundastarfi/skóla og haft samband við viðkomandi aðila eftir samráð við foreldra.
√  Leita skal eftir aðstoð og ráðgjöf frá þjónustumiðstöð við úrlausn mála.
√  Könnun máls skal að jafnaði vera lokið innan viku frá því að málið berst ábyrgðaraðila.
Ákvörðun um úrvinnslu er tekin á grundvelli niðurstaðna og í samráði við málsaðila. Gæta skal trúnaðar.
√  Allir málsaðilar eru upplýstir um niðurstöðuna í samráði við viðkomandi foreldra.
√  Skoða hvort veita þurfi stuðning við bekkinn/hópinn.
√  Ef ekki næst viðunandi niðurstaða ætti að vísa málinu til nemendaverndarráðs og leita eftir frekari ráðgjöf og stuðningi þjónustumiðstöðvar. Gangi það ekki eftir má leita til ráðgjafa foreldra og skóla á skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar s. 411 1111. Telji fólk á sér brotið getur það leitað til umboðsmanns borgarbúa en hann sér um að leiðbeina íbúum og fyrirtækjum í samskiptum við borgina, leita réttar síns telji fólk brotið á sér og veita ráðgjöf um kæruleiðir vegna þeirra mála sem til hans koma.
√  Náist ekki sátt innan sveitarfélagsins má vísa málinu til fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Eftirfylgd

√  Eineltisteymi og málsaðilar gera áætlun um eftirfylgd eftir að inngripi lýkur.
√  Sá sem einelti beinist að og sá/þeir sem stóðu fyrir eineltinu fá skipulegan stuðning og aðhald í a.m.k. 6 mánuði frá sitthvorum aðilanum.
Skilgreindur aðili hefur áfram samráð við foreldra viðkomandi barna meðan á eftirfylgd stendur.
√  Málinu lokað með formlegum hætti. Foreldrar skrifa undir eyðublað. 

 

Lýðræðislegt samstarf

Öflugasta forvörnin gegn einelti felst í því að börn læri með skipulögðum hætti að vera saman í leik og starfi þar sem lýðræði, mannréttindi og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Eins og fram kemur í aðalnámskrá skulu þessi grunngildi samþætt öllu skólastarfi en ekki einskorðuð við ákveðnar kennslustundir. Í Starfskrá skrifstofu tómstundamála eru samskipta- og félagsfærni skilgreindir sem þeir lykilþættir sem hlúa ber að í öllu frístundastarfi. Fræðimenn hafa einnig haldið því fram að, til að sporna við einelti þurfi allir að tileinka sér umburðarlyndi gagnvart samferðafólki sínu og einkum þeim sem taldir eru á einhvern hátt standa utan hins viðurkennda hóps.

Í viðamikilli sænskri rannsókn á einelti í skólum kom m.a. í ljós að einelti mælist lítið þar sem skóla-bragurinn einkennist af samvinnu og skuldbindingu, skapandi starfi, trausti og ábyrgð. Þar ríkja einnig sameiginleg viðhorf starfsmanna til grunngilda í samskiptum, nemendur taka virkan þátt í forvörnum og þeir ásamt starfsmönnum vinna markvisst með gildi.

Menntastefna Evrópuráðsins, Pestalozzi, hefur það að markmiði að skólar séu án ofbeldis. Þar er litið svo á að nemendur þurfi skipulega þjálfun í samvinnu og samræðu. Þannig þjálfist þeir í að tjá skoðanir sínar, hlusta, taka tillit til mismunandi hugmynda, leita lausna við ágreiningi og deila ábyrgð. Þessi færni er forsenda lýðræðissamfélags hvort sem um er að ræða bekk, skóla eða samfélagið í heild sinni. Það nægir með öðrum orðum ekki að fjalla um lýðræðislegt samstarf heldur þarf að æfa það skipulega.

aftur upp ↑

 

Eineltisáætlun

Í 30. gr. laga um grunnskóla, nr.

91/2008 segir m.a. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila. Ábyrgð umsjónar-kennara á velferð nemenda er því mikil. Oft getur umsjónarkennari leyst samskiptavanda og eineltismál í uppsiglingu en þar sem eineltismál eiga það til að verða mjög sársaukafull og erfið úrlausnar er eindregið hvatt til að umsjónarkennarar og aðrir ábyrgðaraðilar upplýsi strax eineltis-teymi eða annað sérhæft starfsfólk þegar grunur vaknar um einelti. Það fer eftir eðli málsins og ákvörðunum eineltisteymis og ábyrgðaraðila hvernig unnið er að lausn málsins. Eineltisteymi setur sér starfsreglur.

Leikskólar eru almennt ekki með eineltisteymi. Leikskólastjóri er ábyrgðaraðili þegar upp koma eineltismál í leikskólum þeirra og skal hann leita til sérfræðiþjónustu þjónustumiðstöðva um samstarf.

Aftur upp 

 

Nemendaverndarráð

Í 19. gr. reglugerðar um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemenda-verndarráð í grunnskólum segir:

Fái nemandi ekki fullnægjandi aðstoð vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika skal umsjónarkennari vísa málinu skriflega til nemendaverndarráðs.

Fulltrúar í nemendaverndarráði geta haft frumkvæði að því að mál einstakra nemenda séu tekin upp í ráðinu.

Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu.

Ávallt skal upplýsa foreldra um að máli barna þeirra sé formlega vísað til skólastjóra eða nemenda-verndarráðs og leita eftir samstarfi við foreldra um lausn mála eftir því sem framast er kostur.

Nemendaverndarráð skal taka fyrir málefni sem vísað er til ráðsins eins fljótt og auðið er.

Í 20 gr. reglugerðarinnar segir enn fremur: Ráðið metur hvaða viðbótarupplýsinga er þörf og boðar á sinn fund umsjónarkennara og foreldra svo og aðra aðila sem tengjast málinu ef þörf krefur. Aðrir aðilar geta verið þeir sem vinna með börnum í frístundastarfi, lögregla, ráðgjafar eða aðrir sem hafa viðbótarupplýsingar sem geta gagnast við vinnslu mála.

Aftur upp 

 

Áætlun og verkaskipting

Með áætlun er átt við að ábyrgðaraðili og teymið komi sér saman um ferli málsins og hver beri ábyrgð á tilteknum þáttum þess. Mikilvægt er að gera ráð fyrir samstarfi við foreldra í áætluninni og huga að aðkomu frístundaráðgjafa og annarra er koma að málum barnsins.

Hafa ber eftirfarandi atriði í huga:

  • Í hvaða röð er talað við málsaðila: Tala fyrst við þann sem einelti beinist að og foreldra og
  • síðan þann/þá sem taldir eru standa fyrir eineltinu og foreldra þeirra.
  • Hverjir tala við hvern
  • Og við hverja er talað
  • Um hvað er talað – hvers vegna
  • Huga þarf að staðsetningu viðtals (öryggi og næði)
  • Tengslakannanir
  • Vettvangsathuganir – hvar á eineltið sér stað og hvenær
  • Hver aflar upplýsinga og hvert skal leita.
  • Hver ber ábyrgð á skráningu, hvað er skráð og hvar.

Þegar grunur um einelti er orðinn verulegur er rætt við þann sem talið er að standi fyrir eineltinu. Ef um fleiri en eitt barn er að ræða, er rætt við þau í sitt hvoru lagi. Heppilegast er að það sé annar aðili en sá sem hefur tekið að sér að styðja barnið sem hefur orðið fyrir eineltinu. Það að vera ásakaður um að leggja í einelti er alvarlegur hlutur og því verður að byrja á því að ræða við foreldra þeirra og bjóða þeim að vera viðstaddir. Það þarf helst að gerast samdægurs. Hafa þarf í huga að foreldrar hafa andmælarétt fyrir hönd barns síns og það þarf líka samþykki foreldra gerenda til að ræða mál barna þeirra. Mikilvægt er að láta umræðuna snúast um tiltekna hegðun en ekki barnið sjálft og ef þess er nokkur kostur þá um ákveðna atburði. Það er mun auðveldara fyrir stuðningsaðilann að ræða á þeim nótum og kemur í veg fyrir að barnið neiti að kannast við hegðun sína. Það getur verið heppilegt að tveir starfsmenn séu saman á fundinum. Markmið fundarins er að fá barnið til að viðurkenna að hegðun þess sé röng og hana þurfi að bæta. Stuðningsaðilinn, barnið og foreldrar koma sér saman um hvernig barnið geti bætt fyrir brot sín og breytt hegðun sinni til betri vegar. Gerð er áætlun sem stuðningsaðilinn fylgir eftir.

Aftur upp 

 

Þjónustumiðstöð

Ef líkur eru á að mál geti orðið flókin úrlausnar ætti yfirmaður starfstöðvarinnar, eða sá sem yfir-maðurinn tilnefnir, að hafa samband við þjónustumiðstöð hverfisins og óska eftir ráðgjöf við lausn málsins. Oft getur reynst betra að leita ráðgjafar fyrr en síðar. Í þjónustumiðstöðvum eru starfrækt viðbragðsteymi eða bráðateymi sem koma strax að ofbeldismálum og öðrum alvarlegum málum með ráðgjöf eða inngripi þegar þörf reynist. Í borginni eru 6 þjónustumiðstöðvar sem reknar eru af velferðarsviði Reykjavíkur. Hlutverk þeirra er að sinna ráðgjöf við einstaklinga og fjölskyldur og þær sinna jafnframt sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla borgarinnar.

Aftur upp 

 

Ákvörðun um úrvinnslu

Úrvinnsla máls þarf að vera í samræmi við málsatvik og aldur og þroska barna. Nauðsynlegt er að sá eða þeir sem standa fyrir eineltinu viðurkenni hegðun sína, hvað sé rangt við hana og hvers vegna. Viðkomandi þurfa jafnframt að segja frá því hvernig þeir ætla að bæta fyrir gerðir sínar og njóta handleiðslu stuðningsaðila við að bæta fyrir og taka sig á.

Sá sem eineltið beinist að þarf að fá tækifæri til að ræða líðan sína. Hann/hún þarf að fá staðfestingu umhverfisins á því að eineltið sem beindist að honum/henni sé óréttlætanlegt. Það þarf að sýna honum/henni samkennd en umfram allt að tryggja honum/henni öryggi og koma í veg fyrir að eineltið endurtaki sig. Öll börn eiga rétt á að trúnaður ríki um mál þeirra og allar aðgerðir um úrlausn mála skuli taka mið af því.

Tillögur að frekari úrvinnslu: Foreldrahús, námskeið og ráðgjöf á vegum þjónustumiðstöðva, vinahópar, sértækt hópastarf félagsmiðstöðva/frístundaheimila, efling á styrkleikum barnsins með því að leita nýrra leiða í félagsstarfi og sálfræðiaðstoð.

Aftur upp 

 

Málsaðilar

Málsaðilar eru þeir sem talið er að eineltið beinist að, þeir sem taldir eru standa fyrir eineltinu og foreldrar þeirra. Að fengnu samþykki viðkomandi barna og foreldra þeirra hefur ábyrgðaraðili samband við aðra sem koma að degi barnsins. Markmiðið er að tryggja öryggi og velferð barnanna alls staðar með samstilltu átaki.

Aftur upp 

 

Upplýsingar

Mikilvægt er að foreldrar séu alltaf vel upplýstir um mál barna sinna. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar gera má ráð fyrir að þeir hafi áhyggjur af velferð þeirra eins og við á þegar grunur er um einelti. Foreldrar ættu alltaf að þekkja/hafa vitneskju um þau markmið sem unnið er að í skólanum eða í frístundastarfi og einnig um árangur og taka þátt að því marki sem hægt er. Gott er að ákveða alltaf með foreldrum hvenær og hvernig þeir fái næst upplýsingar varðandi eineltismál sem barn þeirra á hlut að.

Aftur upp 

 

Skoða hvort veita þurfi stuðning við bekkinn/hópinn

Þegar þörf er talin á því að veita bekknum eða hópnum stuðning þarf að gæta þess að það sé ekki í andstöðu við vilja þess sem eineltið beindist að. Það á alls ekki að beina athyglinni að „vondum“ börnum og „þeim sem eiga bágt“ heldur ætti að leggja áherslu á að hópurinn skoði samskipti sín og ábyrgð hvers og eins. Samræða um mikilvægi góðra samskipta, hvað einkenni þau og traust í hópum skiptir miklu máli. Til þess má m.a. nýta hópeflisverkefni og samskiptaþjálfun. Ef til vill má endurskoða reglur eða setja markmið um góð samskipti. Nauðsynlegt er að gefa þessu góðan tíma og viðhalda verkinu.

Aftur upp 

 

Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum

Í 7. gr. reglugerðar nr. 1040/2001 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, þar sem fjallað er um fagráð kemur eftirfarandi fram: „Foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu sérfræðiþjónustu.“

Fagráðið hefur einkum tvíþætt hlutverk varðandi mál sem því berast. Í fyrsta lagi að leita að viðunandi niðurstöðu í málum með sáttum sé þess nokkur kostur og í öðru lagi að úrskurða á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga er fagráðinu hafa borist í tilteknum málum. Ef fagráðið telur að ekki liggi fyrir nægilega greinargóðar upplýsingar skal ráðið leitast við að afla þeirra, annaðhvort með formlegum hætti eða með viðtölum við málsaðila. Úrskurðir fagráðsins eru ráðgefandi.

Aftur upp 

 

Eftirfylgd og stuðningur

Það getur verið mjög erfitt fyrir einn og sama aðilann að ávinna sér traust þess sem eineltið beindist að og einnig þeirra sem stóð fyrir því og viðhalda því trausti. Þess vegna er lagt til að um tvo stuðningsaðila sé að ræða. Í grunnskóla gæti það t.d. verið námsráðgjafi og umsjónarkennari en jafnframt geta aðrir aðilar í umhverfi barnanna, s.s. frístundaráðgjafar, stuðningsfulltrúar eða sérkennarar komið að málum, allt eftir því hvernig aðstæður eru á hverjum stað. Stuðningsaðili þeirra sem stóð fyrir eineltinu leggur áherslu á að styðja við markmið um yfirbót og góða hegðun og hrósar fyrir framfarir. Stuðningsaðili þess sem eineltið beindist að þarf að leggja áherslu á að hlusta, sýna samkennd, tryggja öryggi hans og efla sjálftraust. Mikilvægt er að foreldrar séu einnig upplýstir um framfarir.

Aftur upp 

 

Skilgreindur aðili

Sá aðili sem ábyrgðaraðili og eineltisteymið hafa tekið ákvörðun um að fylgja eigi málinu eftir.

Aftur upp 

 

Málinu lokað með formlegum hætti

Sérhverju máli þarf að ljúka í sátt við viðkomandi börn, foreldra þeirra og aðra sem eiga hlutdeild í málinu. Gott er að hafa lok máls skrifleg og jafnvel undirrituð af málsaðilum. Foreldrar viðkomandi barna hafa rétt á skriflegum gögnum varðandi málið. Foreldrar skrifa undir eyðublað. 

Aftur upp 

Tengt efni

Tengdir staðir

Vinsamlegt samfélag

Einelti í leikskólum

Einelti í skóla- og frístundastarfi

Tengd skjöl

Skráningarblað – Inngrip vegna gruns um einelti

 

 

Frístundadagatal Halastjörnunnar
  • Frístundaheimilið Halastjarnan
  • Háteigsskóla, Háteigsvegi, 105 Reykjavík
  • 411-5580 / 663-6102
  • halastjarnan@rvkfri.is
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt