Frístundaheimilið Draumaland

Draumaland er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Austurbæjarskóla. Draumaland er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00, staðsett við Barónstíg 32, 101. Reykjavík.

Forstöðumaður Draumalands er Kristófer Nökkvi Sigurðsson
Aðstoðarforstöðumaður er Þórður Atli Þórðarson

 

Draumaland is an after school program for children in 1.-4. grade in Austurbæjarskóli. Draumaland is open after school each day until 17:00. 

Head of Draumaland is Kristófer Nökkvi Sigurðsson: kristofer.nokkvi.sigurdsson@reykjavik.is
Assistant head of Draumaland is Þórður Atli Þórðarson

Leiðarljós og gildi

Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af ÖRYGGIVIRÐINGUVÆNTUMÞYKJUVELLÍÐAN

Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju frístundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila er tengjast börnunum.

In Draumaland we do our best to offer many different things each day so that everybody can find something to do. In our after school program it is our goal that every individual gets an opportunity to grow and enjoy an environment where he is secure, respected, cared for and feels welcome.

Aðgerðaráætlun

Aðgerðaráætlun Draumalands 2018-2019

 

Inngangur

Frístundaheimilið Draumaland heyrir undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem að þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

Draumaland þjónustar börn í 1. – 4. bekk og er staðsett í eða við Austurbæjarskóla.Forstöðumaður er Kristófer Nökkvi Sigurðsson og aðstoðarforstöðumaður er Þórður Atli Þórðarson. Starfsmenn eru 12 og margir með fjölbreytta menntun.

Starfsáætlanir frístundamiðstöðvanna 2018-2019 eru unnar út frá Menntastefnu Reykjavíkurborgar og Stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Einnig er tekið mið af lögum og reglugerðum, upplýsingum um þátttöku í starfinu, niðurstöðum kannana um starfið og rannsóknum á stöðu barna og unglinga í hverfinu. Starfsáætlunin tekur gildi 1. september 2018 og gildir til 31. ágúst 2019.

Draumaland fylgir starfsáætlun Tjarnarinnar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Tjarnarinnar www.tjornin.is. Þar má finna nánari upplýsingar um markmið og leiðir í starfinu. Aðgeðaráætlun hverrar starfseiningar er settu upp í svipuðu formi og skóladagatal til að foreldrar og forráðamenn geti fylgst með dagskránni hverju sinni.

 

Leiðarljós

Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu.

 

Hlutverk og framtíðarsýn

Að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum. Framtíðarsýn skóla- og frístundasviðs er að gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra í leik, námi, starfi og lífinu almennt. Einnig hefur sviðið sett sér það hlutverk að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi. Frístundamiðstöðvar leggja áherslu á að börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

 

Gildi Tjarnarinnar

Framsækni – gott getur alltaf orðið betra!
Umhyggja –  okkur er ekki sama!
Fjölbreytileiki –  með opnum hug opnast dyr!

Umbótaþættir og áhersluatriði

Frístundamiðstöðvar vinna sínar starfsáætlanir fyrir 2018-2019 út frá stefnukorti skóla- og frístundasviðs og þeim markmiðum sem sett voru fram með stefnukortinu þegar sviðið var stofnað. Að auki eru þær unnar út frá umbótaþáttum starfsáætlunar SFS 2018 sem eru:

 • Málþroski, lestrarfærni og lesskilningur
 • Verk-, tækni og listnám
 • Lýðræði, jafnrétti og mannréttindi
 • Fjölmenning

Að auki hafa frístundamiðstöðvarnar sett sér þrjú áhersluatriði sem unnið verður með þvert á borgina. Þau eru:

 • Lýðræði
 • Lýðheilsa
 • Foreldrasamstarf

 

Lykilfærniþætti sem unnið er með í starfinu má finna í starfsskrá frístundamiðstöðvanna í Reykjavík. Þeir eru:

 • Sjálfmynd
 • Umhyggja
 • Félagsfærni
 • Virkni og þátttaka

 

Aðgerðaráætlun 2018-2019

Aðgerðaráætlun er í takt við skólaárið og nær frá 22.ágúst-21.ágúst

Ágúst

 • Sumarfrístund hefst aftur eftir sumarlokun. 8.- 11.08
 • Skólasetning 22.ágúst- lokað í Draumalandi
 • 23.ágúst opnar Draumaland fyrir börn sem hafa fengið pláss.
 • Ráðning nýrra starfsmanna.
 • Valkerfið sett af stað – teknar myndir af börnunum.
 • Starfsfólk og börn kynnast og samstilla starfið.

 

September

 • 17 – 21 september hreystivika.
  Foreldrakynning 12.sept
 • Skráning í haustklúbba 24. sept. – ábending frá börnum. Gott klúbbastarf

Október

 • Klúbbastarf hefst.
 • 8– 12. október vísinda og tilraunavika.
 • Barnaráð í 4.bekk hefst

Nóvember

 • Barnasáttmálavika.
 • Jólaföndur hefst
 • 16.nóvember Dagur íslenskrar tungu.

 

Desember

 • Jólamarkaður Tjarnarinnar 6. desember.
 • Heilir dagar um jólin 20,21, 27, 28 desember.

Janúar

 • Heilir dagar 2 og 3.janúar.
 • Klúbbastarf  heldur áfram.
 • 21– 25. janúar lifandi efniviður þemavika.

 

Febrúar

 • Fjölmiðlalæsisvika 11. – 15. febrúar.

 

Mars

 • Öskudagur 6. mars
 • 11– 15. mars fögnum fjölbreytileikanum þemavika

 

Apríl

 • Barnamenningarhátíð – virk þátttaka barna í Draumalandi
 • Afrakstur undir búnings fyrir Barnamenningarhátíð kynntur
 • Páskar 18. – 22. apríl
 • Sumardagurinn fyrsti 25. apríl. – lokað
 • Heilir dagar 15., 16. 17. og 23. apríl.

Maí

 • 31.maí kassabílarallý fyrir 1. og 2. bekk.
 • Júróvisionpartý í Spennistöðinni 10. maí.

Júní

 • Sumarstaf hefst.
 • 6.júní starfsdagur barnastarfs.
Gjaldskrá

Gjaldskrá

Hér má finna Gjaldskrá frístundarheimila Reykjavíkur 2019

Umbótaráætlun

Röskun vegna óveðurs / Disruption due to weather
Starfsmenn
 • Kristófer Nökkvi Sigurðsson
  Kristófer Nökkvi Sigurðsson Forstöðumaður

  411-5571

  Kristofer.nokkvi@rvkfri.is

 • Jason Scott Katz
  Jason Scott Katz
  • Sigrún Birna Arnardóttir
   Sigrún Birna Arnardóttir Frístundafræðingur
   • Frístundaheimilið Draumaland
   • Við Austurbæjarskóla, Barónsstíg 32
   • 411-5570/618-5062/695-5062
   • draumaland@reykjavik.is
   Contact Us

   We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

   Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt