Fréttabréf 100og1

 í flokknum: 100og1

     Um 100og1

Félagsmiðstöðin 100og1 er ein af sex félagsmiðstöðvum í Vesturbæ, miðborg og Hlíðum sem starfrækt er af Frístundamiðstöðinni Tjörninni. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk. Markmið félagsmiðstöðvarinnar 100og1 er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í miðbænum. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í.

About 100og1

100og1 youth centers are 1 of 6 Youth centers witch is run by Frístundamiðstöðin Tjörnin. Youth centres offer children and teenagers aged 10-16 the chance to take part in recreational activities that are adjusted to their relevant age and maturity. These activities are focused on safeguarding their wellbeing, development and education. Taking part in recreational activities which are overseen by professionals within a safe environment can provide an important safeguard for the wellbeing of children and teenagers.

Opnunartími 100og1 /Opening hours

Starfsmenn 100og1

Í stjórnendateymi 100og1 er Friðmey Jónsdóttir forstöðumaður. Hún er með BA gráðu í Félagsráðgjöf og hefur starfað í 100og1 síðan haustið 2012. Hrefna Þórarinsdóttir er aðstoðarforstöðumaður 100og1. Hún er með BA í Tómstundarfræði og hefur einnig starfað í 100og1 síðan haustið 2012 sem hlutastarfsmaður. Bjarki Þórðarson verður í 100% starfi sem frístundaleiðbeinandi en hann er að klára síðasta ár sitt í Tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ. Í vetur verða þeim innan handar í hlutastarfi: Sigrún Soffía, Katla, Svana, Jessý, Logi Snær, Þórhildur og Kanema.

Staff 100og1

Friðmey Jónsdóttir is manager of 100og1 youth center. She has B.A. degree in Social Work from University of Iceland. She’s been manager in 100og1 since autumn 2012.  Hrefna Þórarinsdóttir is assistant manager in 100og1. She has B.A degree in Leisure studies. Hrefna has also been working in 100og1 youth center since autumn 2012.  Bjarki Þórðarson is finishing his last year in University of Iceland in Leisure studies. And our part time staff  this winter are: Sigrún Soffía, Katla, Svana, Jessý, Logi Snær, Þórhildur and Kanema.

Reglur og verkferlar 100og1

Í 100og1 gilda sömu reglur og almennt í félagsmiðstöðvastarfi hjá Reykjavíkurborg. Í starfinu gildir að sjálfsögðu almenn regla um að koma fram af virðingu og vinsemd við starfsfólk, börn og unglinga. Einnig óskum við eftir því við börn og unglinga að þau gangi vel um húsnæði og eigur félagsmiðstöðvarinnar. Vape, tóbak, áfengi og aðrir vímugjafar eru að sjálfsögðu stranglega bannaðir í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Við óskum einnig eftir því við unglingana að neyta ekki orkudrykkja í félagsmiðstöðinni. Við reynum að nálgast öll mál sem upp koma af varkárni og væntumþykju og reynum að vinna úr þeim í samstarfi við börn/unglinga og foreldra. Við stefnum öll að sama markmiði, að börnin okkar og unglingarnir fá tækifæri til að líða vel, njóta lífsins og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Rules and operations in 100&1

The same rules apply in 100&1 as in general youth clubs in the City of Reykjavík.

In 100&1 it is of course a rule to treat everyone; the staff, children and teenagers with respect and kindness. We also ask that children and teenagers take good care of the housing and belongings of 100&1. Tobacco, alcohol and other drugs are, of course, strictly forbidden in any of the activities in the youth club. We also don´t allow the teenagers to consume energy drinks in the youth club.

We try to approach all issues with cautiousness and care and we try to resolve them in cooperation with children/teenagers and parents. We all aim for the same goal that our children and teenagers have safe space to feel good, enjoy life and become the best version of themselves.

Fylgist með upplýsingum frá 100og1

Við viljum vera í sem mestum samskiptum við foreldra og forsjáraðila. Í vetur höldum við áfram að setja inn upplýsingar á foreldragrúbburnar á facebook þar sem við getum deilt upplýsingum, átt góðar umræður og fleira um starfsemi okkar.
Fyrir 10-12 ára starfið heitir grúbban: Foreldrar í Austurbæjarskóla – 10-12 ára starf (https://www.facebook.com/groups/1637902299575603/)

Fyrir unglingadeildina er það: unglingadeild Austó – foreldrar (https://www.facebook.com/groups/113821655973793/)

Endilega óskið eftir inngöngu í grúbburnar og fylgist með því sem fer þar fram. Við sendum út upplýsingar og dagskrár mánaðarins í gegnum frístundagátt mentors og einnig minnum við á heimasíðu okkar sem er: www.tjornin.is/100og1 þar sem hægt er að finna allar upplýsingar um starfið okkar.

Keep track of information from 100og1

We try to stay in as much communication with parents as we can. We recommend to follow us on facebook. We have a special groups for parents and guardians. For children in 5th – 7th. grade you will find us here: Foreldrar í Austurbæjarskóla – 10-12 ára starf (https://www.facebook.com/groups/1637902299575603/)

and for 8th. – 10th. grade:   Fyrir unglingadeildina er það: unglingadeild Austó – foreldrar (https://www.facebook.com/groups/113821655973793/

Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið spurningar eða athugasemdir um starfið. Einnig þætti okkur vænt um ef þið mynduð heyra í okkur ef barnið ykkar stendur höllum fæti félagslega, þarf sérstaka hvatningu/stuðning eða ef vinavandamál koma upp í hópnum svo við getum aðstoðað alla eftir bestu getu.

Kveðja,
starfsfólk 100&1

 

Please contact us if you have questions or comments about 100&1. Also, we would appreciate it if you would contact us if your child has any social problems, if the child needs motivation/support or if it has a problem with friends so that we can serve everyone the best way possible.

Best regards,
The staff in 100&1.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt