Fréttabréf 100&1 – Vor 2019 – 10-12 ára

 í flokknum: 100og1

Vorönnin í 100&1

Nú þegar undirbúningurinn fyrir sumarstarfið er að líða undir lok og vetrarstarfinu fer að ljúka er um að gera að líta um öxl og rifja upp hvað gert var á þessari vorönn 2019 í 100&1. 100&1 hélt sínum hefðbundnu opnunartímum. 5.bekkur á mánudögum kl. 14:30-16:00, 7.bekkur á miðvikudögum kl. 17:00-18:30 og svo föstudagssmiðjurnar kl. 17:00-18:30 fyrir allan 10-12 ára hópinn. Við breyttum opnunartímanum fyrir 6.bekkinn þar sem hann rakst á æfingartíma hjá svo mörgum og eru þau núna með opnun fyrir sinn árgang á þriðjudögum kl. 17:00-18:30. Mætingin hefur stóraukist hjá 6.bekknum og erum við afskaplega ánægð með það. Einnig hættum við að hafa skráningar í föstudagssmiðjurnar okkar og urðu margir foreldrar því fegnir.

Í 100&1 er barnalýðræði og er dagskráin okkar alltaf búin til af börnunum. Félagsmiðstöðin safnar nafnlausum hugmyndum inn á síðuna menti.com og skrifum hugmyndir krakkanna á opnunum og svo í lok hvers mánaðar er dagskrárgerð á opnun félagsmiðstöðvarinnar þar sem börnin geta haft áhrif á hvenær og hvernig viðburðir verða. Dagskráin okkar er alltaf fjölbreytt og reynum við að hafa gömlu góðu viðburðina sem slá alltaf í gegn í bland við nýjungar til að lífga upp á tilveruna. Við hófum samstarf við kennara 6.bekkjar í Austurbæjarskóla og vorum með hópastarf fyrir hópinn þar sem markmiðið var að gagnrýna, skoða og að lokum sammælast um hvernig samskipti þau vilja eiga á internetinu. Hópastarfið gekk vel og vorum við virkilega þakklát kennurunum fyrir samstarfið. Einnig fórum við af stað með tónlistarsmiðjur fyrir kvenkyns og kynsegin einstaklinga á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar undir heitinu Regnbogapönk. Smiðjurnar gengu alveg ofboðslega vel og voru þar samin tónverk, sungið, lært á hlóðfæri, rappað, saminn texti í bland við sjálfseflingu og sjálfsskoðun. Um miðjan janúar vorum við með kynningu á hinu æsi spennandi ævintýraspili Dungeons and Dragons og síðan þá hefur hópur hist reglulega til að búa til persónur, spila eða búa til sögur á opnunum félagsmiðstöðvarinnar. Hönnunarkeppnin litli Stíll leit dagsins ljós 25.mars og var þetta stórglæsileg keppni í alla staði. Hún er byggð á fyrirmynd hönnunarkeppninnar Stíls sem er einungis fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Skipulagning, kynning og framkvæmd keppninnar var alfarið í höndum stelpna í 5.bekk og stóðu þær sig frábærlega og gætum við ekki verið stoltari af þeim. 7.bekkurinn hélt afmælispartý opnun sem við höldum að verði núna fastur liður í 100&1 því aðra eins stemmningu höfum við bara sjaldað séð.

Við í 100&1 erum orðin alveg ofboðslega spennt fyrir sumrinu og hlökkum til að ljúka þessum dásamlega vetri með stæl og sigla glöð inn í sumarið. Hægt er að lesa um sumarstarf Tjarnarinnar neðar í fréttabréfinu.

The spring semester in 100&1

Now that the preparations for the summer program are coming to an end and the winter is about to finish it is the perfect time to look back and review what was done in the spring of 2019 in 100&1. 100&1 held their regular opening hours. 5th grade on Mondays at. 14:30-16:00, 7th grade on Wednesdays at. 17:00-18:30 and then the Friday workshop at. 17: 00-18: 30 for the entire 10-12 year old group. We changed the opening hours for the 6th grade, as it clashed with training with so many kids and their opening is now on Tuesdays at. 17:00-18:30. The attendance has greatly increased with the 6th grade and that makes us very happy. We decided to stop having registration for our Friday workshops to many parents and guardians relief.

In 100&1 we have youth democracy and our program is always created by the children. The youth club collects anonymous ideas on the site menti.com and write down the kids ideas on their openings, and so at the end of each month we make the program on together where the children can influence when and how events will be. Our program is always diverse and we try to have a good mixture of the good old events that are always a success and new things that we have never tried before. We started working with teachers 6th grade in Austurbæjarskóli and we had group work for them where the aim was to criticize, look into and finally agree on how they want to communicate on the internet. The group work went well and we were really grateful to the teachers for the collaboration. We also started with music workshops for female and LGBTQ youth during the opening hours of the youth club called Regnbogapönk. The workshops went really well. There they made compositions, sung, learned to play instruments, rapped, composed lyrics mixed with self-reflection and self-examination. In the middle of January, we introduced the thrilling adventure roleplaying game Dungeons and Dragons, and since then, a group has regularly met to create characters, play the game, or create stories on openings of the youth club. Litli Stíll design contest was held for the first time on March 25th, and it was a great competition in every way. It is based on the model of Stíll design competition which is only for adolescents aged 13-16. The organization, presentation and execution of the competition was entirely in the hands of the girls in 5th grade and they did great and we could not be more proud of them. The 7th grade held a birthday party opening, which we think will be a regular event in 100&1 from now on because we have rarely seen such a great atmosphere.

We in 100&1 have become quite excited for the summer and are looking forward to completing this wonderful winter with style and sailing happily into the summer. You can read about the summer program below in the newsletter.

Reglur og verkferlar í 100&1

Í 100&1 gilda sömu reglur og almennt í félagsmiðstöðvastarfi hjá Reykjavíkurborg.Í starfinu gildir að sjálfsögðu almenn regla um að koma fram af virðingu og vinsemd við starfsfólk, börn og unglinga. Einnig óskum við eftir því við börn og unglinga að þau gangi vel um húsnæði og eigur félagsmiðstöðvarinnar. Tóbak, áfengi og aðrir vímugjafar eru að sjálfsögðu stranglega bannaðir í starfi félagsmiðstöðvarinnar. Við óskum einnig eftir því við unglingana að neyta ekki orkudrykkja í félagsmiðstöðinni.

Við reynum að nálgast öll mál sem upp koma af varkárni og væntumþykju og reynum að vinna úr þeim í samstarfi við börn/unglinga og foreldra. Við stefnum öll að sama markmiði, að börnin okkar og unglingarnir fá tækifæri til að líða vel, njóta lífsins og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Rules and operations in 100&1

The same rules apply in 100&1 as in general youth clubs in the City of Reykjavík. In 100&1 it is of course a rule to treat everyone; the staff, children and teenagers with respect and kindness. We also ask that children and teenagers take good care of the housing and belongings of 100&1. Tobacco, alcohol and other drugs are, of course, strictly forbidden in any of the activities in the youth club. We also don´t allow the teenagers to consume energy drinks in the youth club.

We try to approach all issues with cautiousness and care and we try to resolve them in cooperation with children/teenagers and parents. We all aim for the same goal that our children and teenagers have safe space to feel good, enjoy life and become the best version of themselves.

Sumarstarf Tjarnarinnar

Eins og undanfarin ár verður frístundamiðstöðin Tjörnin með æsispennandi sumarstarf í boði fyrir aldurinn 10-16 ára. Starfið hefst þann 11.júní og verður úr nægu að velja. Í 10-12 ára starfinu verður bæði hægt að velja úr stökum smiðjum sem og vikulöngum námskeiðum. Smiðjurnar og námskeiðin eru jafn mismunandi og þau eru mörg og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í lok sumars verður farið í skemmtilega ferð á Akranes þar sem að meðal annars verður farið í gullfallegu Guðlaugu náttúrulaug á Langasandi. Skráning í smiðjurnar og námskeiðin hefst þann 15.maí á http://summer.fristund.is. Nákvæmar tímasetningar fyrir smiðjur og námskeið verða auglýstar síðar.

Summer in Tjörnin

As in recent years, Tjörnin leisure center will offer an exciting summer program for the age of 10-16. The program starts on June 11th and will be filled with things to do. For the 10-12 year olds we will have both individual workshops and weekly that you can choose from. The workshops and courses are as diverse as they are many and therefore everyone should find something to their liking. At the end of the summer we will go on a fun trip to Akranes where, among other things, we will go to Gudlaugu the beautiful pool in Langisandur. Registration for the workshops and the courses starts on May 15 at http://summer.fristund.is. Detailed scheduling for workshops and courses will be announced later.

 

Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið spurningar eða athugasemdir um starfið. Einnig þætti okkur vænt um ef þið mynduð heyra í okkur ef barnið ykkar stendur höllum fæti félagslega, þarf sérstaka hvatningu/stuðning eða ef vinavandamál koma upp í hópnum svo við getum aðstoðað alla eftir bestu getu.

Kveðja,
starfsfólk 100&1.

Please contact us if you have questions or comments about 100&1. Also, we would appreciate it if you would contact us if your child has any social problems, if the child needs motivation/support or if it has a problem with friends so that we can serve everyone the best way possible.

Best regards,
The staff in 100&1.

Endilega fylgið okkur á facebook: https://www.facebook.com/felagsmidstodin100og1/

Please follow us on facebook: https://www.facebook.com/felagsmidstodin100og1/

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt