Frábært starf í 100og1 og Draumalandi

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu, Draumaland, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Óflokkað

Haustið 2017 gerði skóla- og frístundasvið ytra mat á starfssemi frístundaheimilisins Draumalands og félagsmiðstöðinni 100og1 í Miðborginni. Á sama tíma fór Austurbæjarskóli í ytra mat. Bæði Draumaland og 100og1 heyra undir frístundamiðstöðina Tjörnina sem þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Tjörnin tók við rekstri starfseininganna 1.ágúst 2016.

Meginstef ytra mats á starfinu er að matið sé leiðbeinandi, framfara- og umbótamiðað og stuðli að betra skóla- og frístundastarfi. Til grundvallar matinu eru viðmið um gæði á fimm sviðum frístundastarfs: Stjórnun, frístundastarf, mannauður, staðarbragur og innra mat.

Ytra matið byggir á niðurstöðum viðtala og rýnihópa starfsfólks, foreldra, barna og unglinga, vettvangsathugunum á staðina og skriflegum gögnum frá þeim.

Ánægjulegt er að greina frá því að bæði 100og1 og Draumaland komu sérlega vel út og matið alveg til fyrirmyndar.
Heildarskýrslur ytra mats ásamt umbótaáætlunum er hægt að nálagst á heimasíðum staðanna.

 

Niðurstöður ytra mats

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt