Frábær félagsmiðstöðvadagur að baki!

 í flokknum: 105, Birta á forsíðu

Hin árlega Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika Samfés er haldin hátíðleg um land allt dagana 11.-15. nóvember. Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar stóðu að því tilefni fyrir glæsilegri dagskrá á Félagsmiðstöðvadaginn og buðu gestum og gangandi upp á vandræðavöfflur, kleinubar, köku, kaffi og ýmislegt fleira. Unglingarnir í Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar buðu fjölskyldum sínum og öðrum gestum í heimsókn þriðjudaginn 12.nóvember. Unglingar í félagsmiðstöðvunum 100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn og Hofið buðu fjölskyldum sínum og öðrum gestum í heimsókn miðvikudaginn 13.nóvember. Gríðarlegur fjöldi barna, unglinga og fjölskyldumeðlima mætti í hverja félagsmiðstöð og tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum. Gestir fengu að prufa ýmsa fasta liði í félagsmiðstöðvastarfinu og aðra nýrri, til dæmis Hjartslátt, Kahoot, Twister, Ruslaskotið, Just Dance og Larp. Við þökkum öllum sem tóku þátt í gleðinni með okkur kærlega fyrir komuna og erum strax farin að hlakka til næst!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt