FORELDRARÁÐ FÉLAGSMIÐSTÖÐVA TJARNARINNAR

 í flokknum: Birta á forsíðu, Óflokkað

Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir áhugasömum foreldrum frá hverri félagsmiðstöð í
foreldraráð félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvarnar sem tilheyra Tjörninni eru 100og1
(Austurbæjarskóla), 105 (Háteigsskóla), Frosti (Hagaskóla), Gleðibankinn (Hlíðaskóla) og Hofið
(sértæk félagsmiðstöð). Félagsmiðstöðvarnar eru fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 – 16 ára.

Markmið foreldraráðs félagsmiðstöðva Tjarnarinnar:

  • Umsagnir: Gefa ráðgefandi umsagnir um viðburði, áætlanir og önnur málefni
    félagsmiðstöðvanna.
  • Aðhald: Veita félagsmiðstöðvum aðhald í ákvarðanatöku og stefnumótun.
  • Tengiliður: Tengiliður félagsmiðstöðvanna við foreldrasamfélagið.

Áætlað er að ráðið fundi um það bil tvisvar á önn. Þó gætu félagsmiðstöðvar óskað eftir að ráðið
fjalli um einstaka málefni milli funda.

Áhugasamir foreldrar eru beðnir um að hafa samband við Þorstein V. deildarstjóra
unglingastarfs (
thorsteinnv@reykjavik.is) sem heldur utan um störf foreldraráðsins og boðar
fundi. Gott er að
taka fram nafn foreldris og skóla/félagsmiðstöð í póstinum. Æskilegt er að
ráðið sé skipað fulltrúum frá sem flestum skólum hverfanna þriggja; Miðborg, Hlíðum og
Vesturbæ.

F.h. félagsmiðstöðva Tjarnarinnar,
Þorsteinn V. Einarsson
Deildarstjóri unglingasviðs

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt