Home » Foreldraráð félagsmiðstöðva Tjarnarinnar

Um foreldraráð félagsmiðstöðva Tjarnarinnar

Foreldraráð félagsmiðstöðva Tjarnarinnar er opinn vettvangur fyrir foreldra barna í félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ. Félagsmiðstöðvarnar sem tilheyra Tjörninni eru 100og1 (Austurbæjarskóla, Tjarnarskóla), 105 (Háteigsskóla), Frosti (Hagaskóla, Landakots-, Granda-, Mela- og Vesturbæjarskóla), Gleðibankinn (Hlíðaskóla) og Hofið (sértæk félagsmiðstöð).

Áætlað er að ráðið fundi um það bil tvisvar á önn. Þó geta félagsmiðstöðvar óskað eftir að ráðið fjalli um einstaka málefni milli funda.

Foreldraráð er með facebook hóp (grúppu) þar sem samskipti fara fram á milli funda.

Öllum foreldrum er frjálst að taka þátt í starfi foreldraráðsins auk þess sem að foreldrafélög grunnskólanna í hverfunum eru hvött til að senda einn fulltrúa á fundi ráðsins

Deildarstjóri unglingastarfs Tjarnarinnar heldur utan um vinnu foreldraráðsins.

Markmið foreldraráðs félagsmiðstöðva Tjarnarinnar:

  • Gefa ráðgefandi umsagnir um einstaka þætti starfsemi félagsmiðstöðvanna eftir því sem þurfa þykir. Ýmist að frumkvæði ráðsins eða að beiðni félagsmiðstöðvanna.
  • Aðhald og stuðningur. Veita félagsmiðstöðvum aðhald og stuðning í ákvarðanatöku og stefnumótun. T.d. með því að vekja athygli á jákvæðum fréttum um starf félagsmiðstöðvanna.
  • Tengiliður. Tengiliður félagsmiðstöðvanna við foreldrasamfélagið t.d. varðandi samráð um forvarnir og uppbyggilega unglingamenningu.

Samþykkt á stofnfundi foreldraráðsins 17. janúar 2017.

Endurskoðað á 3. foreldraráðsfundi 22.11.17.

Foreldraráð er með facebook-hóp

https://www.facebook.com/groups/326732064389436/ 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt