Fléttufundur í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum!

 í flokknum: 100og1, 105, Frosti, Gleðibankinn

Á fimmtudaginn hittust stjórnendur Reykjavíkurborgar sem starfa í uppeldisumhverfi barna og unglinga í borgarhlutanum.
Hinn frábæri Þorgrímur Þráinsson hélt hugvekju um sterka liðsheild og að vera ástfanginn af lífinu. Þorgrímur virkjaði hjá okkur skapandi hugsun um hvernig við getum verið leiðtogar við að innleiða nýja menntastefnu Reykjavíkurborgar. Hann setti það í samhengi við aðferðir íslenska landsliðsins þar sem hver og einn liðsmaður þarf að taka ábyrgð og leggja sig fram. Einnig fór hann í gegnum einfaldar aðferðir sem auka hamingju eins og að setja sér markmið, átta sig daglega á góðum hlutum í lífinu og vera bílstjóri í eigin lífi. Virkilega hvetjandi og athyglisverður fyrirlestur.
Seinni hluta morgunsins var sameiginlegt skóladagatal milli, leik, – grunn, og frí samþykkt út frá fjölskyldustefnu og hvert hverfi fann sín sameiginlegu gildi til að flykkjast um tengd menntastefnunni.
Það er mikilvægt að vera sterk saman og leggjast öll á eitt við að gera uppeldisumhverfi barna sem allra best.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt