Fjölskyldan saman í vetrarfríinu

 í flokknum: Birta á forsíðu, Draumaland, Eldflaugin, Frístundaheimili (6-9ára), Frostheimar, Halastjarnan, Selið, Skýjaborgir, Undraland

Starfsfólk frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar stóð fyrir fjölskyldudagskrá í vetrarfríinu, þriðjudaginn 21. febrúar. Á Klambratúni var í boði að fara í hinn geysivinsæla leik Kubb. Einnig var í boði að fara í listasmiðjur á Kjarvalstöðum en draumfangarasmiðja, skartgripagerð og grímugerð vöktu mikla lukku hjá gestum og gangandi. Í frístundamiðstöðinni sjálfri sem staðsett er í Frostaskjóli 2 var svo ratleikur en þeir sem spreyttu sig á honum þurftu meðal annars að ná mynd af svörtum ketti, volvo og hópnum mynda mannlegan pýramída. Einnig var hægt að spila og föndra með loom-teygjur. Starfsfólk Tjarnarinnar þakkar fyrir góðan dag.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt