Félagsmiðstöðvar sem menntastofnun

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti, Gleðibankinn, Hofið

Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar sjá um félags- og tómstundastarf fyrir 5.-10. bekk með mesta áherslu á unglingastig utan skólatíma í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Innan Tjarnarinnar eru 5 félagsmiðstöðvar sem eru reknar sem sjálfstæðar einingar en vinna þó náið saman að góðu og faglegu frístundastarfi. Auk hefðbundinnar starfsemi félagsmiðstöðvanna yfir veturinn eru nokkrir sameiginlegir viðburðir félagsmiðstöðva Tjarnarinnar og eru þeir um það bil einu sinni í mánuði.
Í janúar er sameiginlegi viðburður félagsmiðstöðvanna Söngkeppni Tjarnarinnar og verður hún að þessu sinni haldin í Frosta. Þátttakendur í söngkeppni geta komið úr öllum fimm félagsmiðstöðvunum og þegar uppi er staðið komast tvö atriði áfram í Söngkeppni Samfés sem verður haldin í Laugardalshöll í mars. Síðustu ár hefur söngkeppnin verið að vaxa og er í dag frábær vettvangur fyrir ungt fólk að sýna hæfileika sína og stíga sín fyrstu skref sem tónlistarfólk. Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar leggja mikið upp úr viðburðinum og sjá hann sem tækifæri til að styrkja ungt fólk í hverfinu.

Viðhorf samfélagsins var og er oft á tíðum þannig að félagsmiðstöðvar séu geymsla eða afþreying fyrir ungt fólk. Hugmyndafræði tómstundastarfs er hins vegar að styrkja sjálfsmynd og tengslanet ungs fólks, auka tómstundabjargir og með þessum hætti auka velferð ungs fólks í samfélaginu.
Þetta er gert með óformlegu námi og reynslunámi sem byggir á upplifunum og samskiptum við annað fólk.
Starfsmenn félagsmiðstöðva tjarnarinnar vinna stöðugt að þessum markmiðum og eru félagsmiðstöðvar í dag menntastofnun þar sem dagskráin er mótuð af unglingunum sjálfum.
Sterk sjálfsmynd er gríðarlega mikilvæg og þá kannski sérstaklega í nútímasamfélagi og sýna rannsóknir fram á að það sé lykillinn að heilbrigðu lífi. Félagsmiðstöðvarnar sinna þannig mikilvægu forvarnastarfi á jafnréttisgrundvelli. Við biðjum því foreldra og umsjáraðila að hvetja sín börn til að taka þátt í starfinu, öllum til hagsbóta.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt