Félagsmiðstöðvadagurinn í Frosta!

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frosti

Miðvikudaginn 1.nóvember verður haldið upp á Félagsmiðstöðvadaginn í félagsmiðstöðvum um allt land. Börnin og unglingarnir í Frosta taka að sjálfsögðu fullan þátt í hátíðarhöldunum og bjóða fjölskyldum sínum, kennurum, fyrrum frostaunglingum og öðrum áhugasömum í heimsókn í félagsmiðstöðina Frosta. Fyrst verður opið fyrir 5.-7. bekkinga og gesti þeirra í Tjörninni klukkan 17:00-18:30. Um kvöldið verður svo opið í Hagaskóla fyrir 8.-10.bekkinga, gesti þeirra og aðra áhugasama kl 19:30-21:30. Boðið verður uppá ávexti, ljúffenga súkkulaðiköku og rjúkandi heitt kaffi. Á staðnum verður myndasýning úr starfinu, kynning á því hvernig dagskrárgerðin fer fram í Frosta, hægt að grípa í spil, spila borðtennis, pool og fúsball auk þess að prufa skemmtilega tölvuleiki í playstation. Félagsmiðstöðvadagurinn er frábært tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn til að sjá aðstöðuna, kynnast starfsfólkinu og kynna sér hvað börnin og unglingarnir eru að gera þegar þau fara í félagsmiðstöðina.

Nýlegar færslur
Comments
pingbacks / trackbacks
  • […] Félagsmiðstöðin Frosti tekur virkan þátt í félagsmiðstöðvadeginum og þar verður meðal annars kynning á því hvernig dagskrárgerð í starfinu fer fram. Hægt verður að grípa í spil, prófa skemmtilega tölvuleiki, skoða aðstöðuna og kynnast starfsfólkinu. […]

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt