Félagsmiðstöðvadagurinn í dag (1. nóvember): ÖLL VELKOMIN

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar halda félagsmiðstöðvadaginn hátíðlegan í dag 1. nóvember. Markmið dagsins er að vekja athygli á því fjölbreytta og metnaðarfulla starfi sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins, en Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) hvetur allar félagsmiðstöðvar á landinu til að taka þátt í deginum undir myllumerkinu #okkarframtid. Foreldrum, aðstandendum og fyrrverandi unglingum og öllum áhugasömum er boðið að sjá hvað fer fram í félagsmiðstöðvunum um þessar mundir, hverjir eru að vinna í félagsmiðstöðvunum og gæða sér á kaffi og meððí.

Hofið mun opna húsið sitt milli 16:00 & 18:00, Frosti mun tvískipta dagskránni sinni annars vegar fyrir 10-12 ára frá 17:00-18:30 og hins vegar 13-16 ára frá 19:30-21:30. Gleðibankinn, 100og1 og 105 munu bjóða fólk velkomið milli 18:00 og 20:00. Nánari dagskrá er að finna á heimasíðum og facebooksíðum félagsmiðstöðvanna.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt