Eldflaugin: Samantekt 20.-24.mars

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

Þá er komið að vikulokum þessarar dæmigerðu marsviku hjá okkur í Eldflauginni. Hér hefur verið mikið um að vera að venju en einhverjar tilfæringar á dagskrá sökum veikinda hjá starfsfólki. Eldflaugarvisjón var haldið óvænt með glæsibrag á miðvikudaginn, við munum birta vídjó frá því á heimasíðunni um leið og við höfum lært að gera það! Í næstu viku förum við af stað í samstarfsverkefni fyrir Barnamenningarhátíð. Eldri börnin okkar ætla að hitta börn frá Draumalandi og Halastjörnunni í Ásmundarsafni þar sem þau fá kynningu á safninu og nokkrum verkum. Síðan munu þau vinna síðan eigin túlkun á nokkrum þekktum þjóðsögum sem þau munu setja upp í myndasöguform. Verkin munu síðan hanga til sýnis í Ásmundarsafni á meðan Barnamenningarhátíð stendur yfir 25.-30.apríl.

Við þurftum því miður að fella niður listasmiðju fyrir 1.bekk á mánudaginn vegna veikinda en þau voru frekar sátt með að fá vídjó í staðinn. Á þriðjudaginn var myndasögugerð og íþróttafjör á miðvikudag. Í gær var prjónapartý í geymslunni (aðal staðurinn þessa dagana) með Chloe og í dag ætlar Lilja Íris að vera með ofurhetjugerð.

Vegna veikinda gátum við ekki haft íþróttahús fyrir 2.bekk á mánudaginn, þau voru samt ekkert of ósátt með að fá vídjó í staðinn. Á þriðjudaginn var dans og tölvur á miðvikudaginn.  Í gær fengu þau að spreyta sig á leiklist og í dag verður listasmiðja.

  1. og 4.bekkur fóru í sjávardýraratleik á mánudaginn og lærðu heilmikið um hafið, á þriðjudaginn var vinabandagerð og 4.bekkja klúbburinn lagði drög að dagskrá fyrir vorið. Á miðvikudaginn var því miður ekkert Ævintýraspil vegna veikinda sagnameistarans en það fór góður hópur á Kringlusafnið þar sem okkur var boðið að taka þátt í tæknismiðju. Í gær var Fjölmenningarbakarí og íþróttahús, og í dag verða tölvur og varúlfur.

 

It has come to an end of this typical March week in Eldflaugin. We have been very busy, as usual but we had to make some changes to the program due to staff illness. Eldflaugin-vision was but very professionally held on Wednesday, we will put the videos on the website as soon as we’ve learned how! Next week we will start a collaborative project for the Children’s Cultural Festival. Our older children will meet children from Draumaland and Halastjarnan in Ásmundarsafn where they will be introduced to the museum and a few of the works. Then they will do their own interpretations of a few known Icelandic folk stories which they will put into comics. Their work will be in Ásmundarsafn during the Children’s Cultural Festival 25th-30th April.

Unfortunately, we had to cancel the Art workshop for 1st grade on Monday but they were happy with watching a video instead. They made comics on Tuesday and had Sports on Wednesday. Yesterday they had Knitting with Chloe in the storage room (the most popular place these days) and today they will make their own superheroes with Lilja Íris.

We couldn’t have Sports on Monday for 2nd grade; they weren’t too disappointed since they got to watch a video instead. They had Dancing on Tuesday and Computers on Wednesday. Yesterday they tried their acting talents and today they will have an Art workshop.

3rd and 4th grade had a Sea Creature Scavenger hunt on Monday where they learned a thing or two about the ocean, made friendship-bracelets on Tuesday and the 4th grade club made a plan for the rest of spring.  There was now Adventure board game on Wednesday since the Adventure master was ill but quite a group went to the library in Kringlan which had invited us to participate in a Technology workshop they were hosting.  They had a Multi-Culti bakery and Sports yesterday and today there will be Computers and Werewolf.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt