Eldflaugin í mars

 í flokknum: Ekki forsíða, Eldflaugin

English below

Marsmánuður er senn á enda og því er vel við hæfi að fara yfir helstu atburði Eldflaugarinnar þann mánuð. Þeir voru nú ekki fáir en þá er helst að nefna Heillaóskakaffi Michels, Öskudagsfjör, Viku Fjölbreytileikans og síðast en ekki síst Listasýningu Eldflaugarinnar.

Hann Michel okkar hélt af stað til Abu Dhabi í byrjun þessa mánaðar til að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra, hvorki meira né minna. Hann keppti þar í þremur greinum: 800m hlaupi, 1500m hlaupi og boðhlaupi. Við sendum hann frá okkur með köku og heillaóskir í farteskinu. Börnin sáu alfarið um að búa til skreytingar og skreyta Eldflaugina fyrir þetta vel lukkaða kaffi.

Ekkert lát var á fjörinu því Öskudagurinn var síðan strax daginn eftir. Þá bauð Eldflaugin upp á Öskudagsfjör í íþróttahúsinu þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni, boðið var upp á andlitsmálningu og að lokum fengu búningaklædd börn smá glaðning á leiðinni út.

Vikan 11.-17.mars var síðan tileinkuð Fjölbreytileikanum hjá barnastarfi Tjarnarinnar. Við í Eldflauginni byrjuðum vikuna á því að fá fræðslu frá Samtökunum ´78 og síðan stórskemmtilegum umræðum í kjölfarið. Við kynntumst ólíkum menningarheimum í gegnum matreiðslu, þjóðfána, dans og leiki. Þessa vikuna var mikið rætt um alls konar fjölskyldur, fólk og menningu og frábært að sjá hvað börnin voru tilbúin að taka öllum eins og þau eru.

Þann 22.mars héldu börnin svo listasýningu fyrir foreldra sína. Foreldrum var boðið að koma klukkan 15.30 í kaffi og með því. Þá var búið að hengja upp myndlistaverk og perl eftir börnin, börnin sýndu brúðleikhús og myndbönd sem börnin höfðu unnið voru frumsýnd.

 

March will soon be over and so now is a great time to look back at all the main events in Eldflaugin. They were not few, to name some: The Good Luck Michel – Party, Ash Wednesday, Diversity Week and last but not least Eldflaugin’s Artshow.

Our own Michel went to Abu Dhabi at the beginning of this month to compete at the Special Olympics! He competed in three disciplines of running: 800m, 1500m, and relay race. We sent him away with a big cake and a bunch of well wishes. The children were completely in charge of making the decorations and decorating Eldflaugin for this successful party.

The fun didn’t stop there since the day after the party was Ash Wednesday. Eldflaugin had an Ash Wednesday party at the gym with a piñata, face-painting and a parting gift for all the costume clad children.

The week 11th-17th March was dedicated to diversity in all the after school centres of Tjörnin. Eldflaugin started the week with a visit from the national Queer organization of Iceland. We watched some videos and had very interesting conversations following them. We got to know different cultures through food, flags, dances and games. We had many conversations about all kinds of families, people and cultures. It was very heart-warming to see how the children were ready to accept everyone for who they are.

On the 22nd March the children of Eldflaugin hosted an artshow for their parents. The parents were invited at 15.30 for coffee and snacks. The children had by then hung up some pictures and artwork from beads. The children made a puppet show and we had a premiere of videos that the children had been making.

Recommended Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt