Dagskráin fyrir 13-16 ára í 100&1 // The program for 13-16 year olds in 100&1

 í flokknum: 100og1, Birta á forsíðu
(english below)
Fyrsta dagskrá vetrarins komin út! Pökkuð dagskrá af hugmyndum sem við fengum frá unglingunum. Okkur bárust svo margar hugmyndir að við náðum ekki að troða þeim öllum inn. En þá eigum við enn fleiri hugmyndir fyrir næstu mánuði sem er frábært.
Við erum einstaklega spennt fyrir glænýjum spilaklúbb sem hefur göngu sína á mánudagskvöldum og hvíslaði lítill fugl að mér að mögulega verði Game of Thrones spil á dagskrá sem er að trylla spilasamfélagið. Einnig er búið að negla fundartíma fyrir Beljuna sem er femínistafélag 100&1 á þriðjudögum kl. 16:00-18:00. Öllum er velkomið að mæta í spilaklúbbinn og á fundi Beljunnar og hvetjum við alla til að kíkja við eða spyrja starfsfólk ef þau vilja upplýsingar. Við ætlum að halda 8.bekkjarkvöld miðvikudaginn 9.september þar sem hópurinn verður hristur saman og fær að eiga félagsmiðstöðina í eina kvöldstund.
Við viljum þó taka fram að við birtum þessa dagskrá með fyrirvara um breytingar eða tilfæringar vegna covid 19. Eins og staðan er þurfum við að meta aðstæður á hverjum degi og munum við upplýsa foreldra og forsjáraðila um leið og við vitum ef að einhverjar breytingar verða. Við stöndum öll saman í þessu og vonandi getum við haldið starfinu óbreyttu áfram og notið stunda með krökkunum og unglingunum.
Við gætum ekki verið spenntari fyrir september! Ekki hika við að heyra í okkur ef einhverjar spurningar vakna eða þið eruð með einhverskonar pælingar.
//
The first program of the winter is out! A packed program of ideas we got from the teenagers. They sent us so many ideas that we could not put them all in the program. But then we have even more ideas for the coming months which is great.
We are extremely excited for a brand new board game club that kicks off on Monday nights and a little bird whispered to me that there might be a Game of Thrones board game on the agenda that has been making the board game community crazy. Meeting time for Beljan, feminist club in 100&1, has been set and they are on Tuesdays at 16:00-18:00. Everyone is welcome to attend the board game club and Beljan’s meeting and we encourage everyone to check it out or ask staff if they want information. We are going to hold an 8th grade evening on Wednesday, 9th of September, where the group will play games and will have the youth club for them selves for one evening.
However, we would like to point out that we publish this program subject to changes or adjustments due to covid 19. As things stand, we need to assess the situation every day and we will inform parents and guardians as soon as we know if there are any changes. We all stand together in this and hopefully we can continue the program unchanged and enjoy time with the kids and teenagers.
We could not be more excited for September! Do not hesitate to contact us if you have any questions or concerns.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt