Barnamenningarhátíð í Tjörninni

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)

Barnamenningarhátið 2019 var sett í dag og það er nóg að gera í Tjörninni!

Félagsmiðstöðvarnar 

Félagsmiðstöðvarnar 100&1, 105, Frosti, Gleðibankinn, Hofið og Hinsegin félagsmiðstöðin munu í vikunni 8.-12. apríl bjóða upp á smiðjur tengdar tónlistargerð undir nafninu Taktlaus tónlistarvika. Boðið verður upp á smiðjur í hljóðversupptökum, takt og lagasmíði, söng og framkomu og plötusnúðanámskeið. Vikunni lýkur með balli og fá þau sem tóku þátt í smiðjunum tækifæri til að sýna afrakstur sinn ef þau vilja.

Frístundaheimilin

Frostheimar:

Barnaráðsfundur þar sem börnin fá að ákveða hvað verður í boði Frostheimum einn dag. Einnig munu Frostheimar taka á móti krökkum úr Skýjaborgum sem ætla að koma í heimsókn. Opið hús verður miðvikudaginn kl.16, fyrir foreldra og aðstandendur þar sem þeim býðst að föndra, spila og taka þátt í vali með börnunum.

Frostheimar ætla að heimsækja Þjóðminjasafnið á sýninguna/leiðsögnina „með ungum augum“ þar sem börn taka á móti börnum og eru með leiðsögn.

Skýjaborgir:

Listasýning og foreldrakaffi á miðvikudaginn og sameiginlegir tónleikar í Selinu á föstudaginn

Selið:

Huginn, starfsmaður á Skýjaborgum, verður með tónleika á föstudaginn kl. 15

Undraland:

Hæfileikakeppni Undralands fer fram í íþróttasalnum á miðvikudaginn, 10. apríl. Keppnin hefst kl. 14:15 og er áætlað að henni ljúki milli 15:30 og 16:00.

Keppnin er viðburður Undralands á Barnamenningarhátíð 2019 og eru yfir 20 atriði skráð – og fjölbreytt eftir því; söngur, dans, grín, hljóðfæraleikur og fleira

Halastjarnan:

Skuggaleikrit í Ráðhúsinu 10. apríl kl. 15 – börnin hafa lagt mikinn metnað í leikritinu og allir velkomnir!

Eldflaugin:

Börnin í 1. og 2. bekk hafa unnið hörðum höndum að því að búa til brúðuleikhús og brúður fyrir Barnamenningarhátíðina. Brúðuleikhúsinu verður komið fyrir á Borgarbókasafninu í Kringlunni fyrir  gesti og gangandi til að skoða og leika sér.

Draumaland:

4. bekkur er að búa til stuttmynd og 3. bekkur er að búa til myndband við lag Barnamenningarhátíðar 2019  „Draumar geta ræst“. Lagið er flutt af Jóni Jónssyni og samið af honum og Braga Valdimar Skúlasyni. Sameiginlegir tónleikar í Selinu á föstudaginn og tvær heimsóknir á Þjóðminjasafnið

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt