Auglýst eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir frístundastarf

 í flokknum: Birta á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára)

Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf  í Reykjavík.

Allir geta tilnefnt til verðlaunanna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk skóla- og frístundasviðs, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu. Þrjú verkefni sem skara fram úr verða verðlaunuð og fær starfsstaður viðurkenningarskjal og verðlaunagrip til eignar.

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf verða afhent á Höfuð í bleyti, uppskeruhátíð starfsfólks frístundamiðstöðva 4. maí nk.

Skilafrestur til 24. apríl 2018. Eyðublað fyrir tilnefningu.

Tilnefningar sendist á sfs@reykjavik.is

Sjá auglýsingu um hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf.

Upprunaleg frétt birt á reykjavik.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt