Aðgerðaráætlun Selið 2020-2021

 í flokknum: Selið

Dagskrá skólaárið 2020-2021

 

Ágúst
– fyrstu kynni við börn og foreldra og kynning á starfinu.

 

Eftir fyrstu tvær vikur vetrarstarfsins ættu starfsmenn að þekkja öll börn með nafni.

Fyrstu tvær vikurnar þarf að leggja áherslu á gott upplýsingaflæði til foreldra, einkum og sér í lagi foreldra barna sem eru að byrja í Selinu. Hefðbundin dagskrá og áhersluþættir í starfinu eiga að liggja fyrir. Þá er ekki síður mikilvægt að starfsmenn Selsins gefi sér tíma til að staldra aðeins við og spjalla við foreldra sem eru að sækja börnin sín, svo góð kynni myndist.

Á samverustundum er lögð áhersla á gleði, vináttu og samheldni. Styrkja verður þá tilfinningu barnanna að Selið sé þeirra staður. Við förum yfir öryggisreglur með börnunum, t.d. að ekki megi fara út af skólalóð og hvernig valkerfi Selsins virkar.

Einnig verður lögð áhersla á að þau börn sem voru áður í Selinu séu ánægð með að vera komin aftur.

Helstu dagsetningar:

 

  1. ágúst: Sumarfrístund hefst aftur eftir sumarlokun.

 

  1. ágúst: Síðasti dagur sumarfrístundar.

 

  1. ágúst: Starfsdagur frístundaheimila Tjarnarinnar – lokað í Selinu.

 

  1. ágúst: Skólasetning Melaskóla – lokað í Selinu.

 

  1. ágúst: Fyrsti dagur vetrarfrístundar fyrir börn í 2. bekk.26. ágúst: Fyrsti dagur vetrarfrístundar fyrir börn í 1. bekk.

 

 

September

– klúbbastarf og formleg foreldrakynning.

 

Þegar starfið í Selinu er komið í rútínu hefst klúbbastarf í Selinu.

Í september er öllum foreldrum boðið á kynningu á starfsemi Selinu, áætlað er að kynningin í ár verði rafræn.

Helstu dagsetningar:

  1. – 18. september: Hreysti- og vellíðunarvika Tjarnarinnar. Þetta er fyrsta þemavikan af mörgum.

 

  1. september: Höfuð í bleyti, hugvekju vettvangur stjórnenda frístundaheimila Reykjavíkurborgar

 

 

Október

  • Vísinda- og tilraunavika og vetrarfrí. 

Í október fer fram vísinda- og tilraunvika, starfsfólk og börn setja upp öryggisgleraugun og hvítu sloppana og fást við allskonar verkefni.

Helstu dagsetningar:

13. október: Heill dagur í Selinu vegna foreldraviðtala í Melaskóla. Skrá þarf sérstaklega fyrir þennan dag.

12.-16. október: Vísinda- og tilraunavika.

 

22., 23. og 26. október: Haustfrí/Vetrarleyfi. Lokað í Selinu.

 

  1. október: Fjölskylduviðburður í haustfríi/vetrarleyfi á vegum Tjarnarinnar.

 

 

Foreldrar fá boð um foreldraviðtal.

 

 

Nóvember

  • Barnasáttmálavika og undirbúningur fyrir jólamarkað. 

Undirbúningur fyrir jólamarkað í desember hefst.

Helstu dagsetningar:

  1. nóvember: Heill dagur í Selinu vegna starfsdags kennara í Melaskóla. Skrá þarf sérstaklega fyrir þennan dag.

 

  1. – 20. nóvember: Réttindavika barna. Vikan haldin í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og til að minna börn á réttindi sín.

 

  1. nóvember: Réttindaganga 2. bekkjar. Börn í 2. bekk ganga fylktu liði á fund fyrirmanna í lögreglufylgd. Þau minna þá og aðra borgarbúa á að börn eigi lögvarinn rétt.

 

Foreldraviðtöl í Selinu.

 

Desember

  • Jólamarkaður og jólafrí.

Helstu dagsetningar:

  1. desember: Jólamarkaður fjölskyldunnar í Tjörninni. Allur ágóði rennur óskiptur til hjálparstarfs ABC.

 

24., 25., 26. og 31. desember: Jólafrí. Lokað í Selinu.

 

18., 21., 22., 23., 28, 29. og 30. desember: Heilir í dagar í Selinu vegna jólaleyfis. Skrá þarf sérstaklega á þessa daga.

 

Janúar

  • Vika fjölbreytileikans og klúbba starf heldur áfram. 

Klúbbastarf hefst að nýju og nýir klúbbar verða kynntir til sögunnar. Eftir jólafrí fer starfið rólega af stað og áhersla lögð á að allir samræmist rútínu Selsins á ný.


Helstu dagsetningar:

1.janúar: Lokað í Selinu.

  1. janúar: Heill dagur í Selinu vegna jólaleyfis og starfsdags kennara. Skrá þarf sérstaklega á þessa daga.

 

  1. – 22. janúar: Vika fjölbreytileikans.

 

 

Febrúar

  • Miðlalæsisvika, vetrarfrí og skráning vegna næsta skólaárs. 

Skráning í frístund vegna skólaársins 2021-2022 er í enda febrúar.

 

Helstu dagsetningar:

  1. febrúar: Heill dagur í Selinu vegna foreldraviðtala í Melaskóla. Skrá þarf sérstaklega á þennan dag.8. – 12. febrúar: Miðlalæsisvika.
  2. og 23. febrúar: Vetrarleyfi. Lokað í Selinu.

 

  1. febrúar: Öskudagur

 

  1. febrúar – Fjölskylduviðburður í vetrarleyfi í boði Tjarnarinnar.

 

 

Mars

  • Páskafrí , skutluvika og Nýsköpunar- og hönnunarvika

 

Helstu dagsetningar:

  1. – 5. mars: Skutluvika, í þessari viku verður íþróttasalurinn undirlagður fyrir skutlugerð.
  2. – 26. mars: Nýsköpunar- og hönnunarvika.

29., 30. og 31. mars: Heilir dagar í Selinu vegna páskaleyfa í Melaskóla. Skrá þarf sérstaklega á þessa daga.

 

Apríl

  • Páskafrí og Barnamenningarhátíð. 

Barnamenningarhátíð er haldin hátíðleg í Reykjavíkurborg í enda apríl. Selinu tekur þátt í hátíðarhöldunum, fer á viðburði og/eða býður heim.

Í apríl er einnig kynning á sumarstarfi Selsins og skráning í sumarfrístund hefst.

 

Helstu dagsetningar:

1., 2. og 5. apríl: Páskaleyfi. Lokað í Selinu.

  1. apríl: Heill dagur í Selinu vegna starfsdags kennara í Melaskóla. Skrá þarf sérstaklega fyrir þennan dag.

 

  1. apríl: Sumardagurinn fyrsti. Lokað í Selinu.

 

 

Maí

  • Útivera og kassabílarallý 

Í maí er lögð mikil áhersla á útiveru í Selinu. Farið verður í fjöruferðir og útidagar verða á blíðviðrisdögum.

Hið árlega kassabílarallý frístundaheimilanna fer fram á Ingólfstorgi 29. maí.

Helstu dagsetningar:

1.maí: Verkalýðsdagurinn. Lokað í Selinu.

 

  1. maí: Starfsdagur – Lokað í Selinu
  2. maí: Uppstigningadagur. Lokað í Selinu.

 

  1. maí: Annar í hvítasunnu. Lokað í Selinu.

 

  1. maí: Kassabílarallý 1. og 2. bekkjar á Ingólfstorgi.

 

Júní

  • Vetrarstarfi lýkur og sumarfrístund hefst. 

Skólaslit eru 10. júní. Þann dag taka við skipulagsdagar í Selinu. Sumarfrístund hefst mánudaginn 14. júní. Skrá þarf sérstaklega í sumarfrístund Selsins 2021.

  1. júní: Annar í hvítasunnu – Lokað í Selinu.

 

  1. júní: Skólaslit. Lokað í Selinu.

 

  1. júní: Starfsdagur. Lokað í Selinu.

 

  1. júní: Sumarfrístund hefst.

 

Júlí

 

 

Selið er lokað í fjórar vikur yfir sumarið.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt