Sjúkást í Tjörninni // Crazy love in Tjörnin

 í flokknum: 100og1, 105, Birta á forsíðu, Frosti, Gleðibankinn, Hinsegin félagsmiðstöð

Nú er senn á enda stórkostleg vika í félagsmiðstöðvum Tjarnarinnar sem bar yfirheitið Sjúkást. Sjúkást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk um kynbundið ofbeldi og áreitni sem haldið úr úti af Stígamótum. Verkefnið fór af stað árið 2018 og hafa þrjár herferðir í tengslum við það litið dagsins ljós. Markmiðið er að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að útrýma kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi. Áhersla er lögð á að hjálpa ungmennum að þekkja muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum sem og að ungt fólk sé fært um að taka ábyrga afstöðu til kynlífs og kláms. Markhópurinn er 13-20 ára ungmenni og rík áhersla er á þátttöku þeirra á öllum stigum verkefnisins.

Sjúkást hefur átt gott samstarf við Samfés um fræðslu fyrir unglinga í efri bekkjum grunnskóla. Starfsfólk Stígamóta hefur útbúið fræðslupakka um mörk, samþykki og kynferðislega áreitni sem felst í 40-60 mínútna fyrirlestri, stuttum myndböndum og umræðum. Starfsfólk félagsmiðstöðva Tjarnarinnar fengu fræðslu og þjálfun frá Stígamótum í að nota pakkann með unglingunum í sínum félagsmiðstöðvum eða skólum. Hver og ein félagsmiðstöð hélt fræðslu fyrir stóran hóp af unglingum og héldu aðra viðburði tengda málefninu. M.a. má nefna trúnó kvöld í félagsmiðstöðvunum 100&1 í Austurbæjarskóla og 105 í Háteigsskóla. Þar gátu unglingarnir komið og spurt nafnlausra spurninga um hvaða málefni sem þau vildu og átt umræður í öruggu rými undir handleiðslu starfsfólk félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar nýttu einnig samfélagsmiðla sína til að dreifa fræðsluefni og hvetja unglingana til að kynna sér Sjúkást herferðina.

Við í Tjörninni erum hæstánægð eftir stórkostlega viku þar sem kafað var djúpt í málefni heilbrigðra samskipta, hvernig berjast megi gegn ofbeldi í samfélaginu og hvert skal leita sér hjálpar vegna afleiðinga ofbeldis.

//

Now is the end of a great week in the youth clubs in Tjörnin which was called Sjúkást.. Sjúkást (e. Crazy Love) is a prevention programme on gender based violence aimed at young people developed by Stígamót – education and counseling center for survivors of sexual violence. The programme was launched in 2018 and has executed three annual awareness raising campaigns. The goal is to educate teenagers on boundaries and consent with the objective to eradicate gender based violence. The focus is on helping young people understand the difference between healthy, unhealthy and violent relationships as well as being able to make responsible and informed decisions regarding sex and pornography. The target group is young people aged 13-20 years old and an emphasis is put on their participation in all aspects of the programme.

Sjúkást has collaborated successfully with Samfés (Youth Work Iceland) on seminars for 8th-10th grade students. The staff at Stígamót has produced a toolkit to help execute the seminars which consists of a 40-60 minutes long lecture, short videos and discussions. Youth workers from Tjörnin have received guidance on how to conduct the seminars with teenagers in their respective youth centers. Each youth club provided a lecture for a large group of teenagers and held other related events. E.g. such as taboo night in the youth clubs 100&1 in Austurbæjarskóli and 105 in Háteigsskóli. There, the young people could come and ask anonymous questions about any issue they wanted and have discussions in a safe space under the guidance of the staff of the youth clubs. Tjörnin youth clubs also used their social media to distribute educational material and encourage young people to familiarize themselves with the Sjúkást campaign.

 

We at Tjörnin are very happy after a wonderful week where we delved deep into the issues of healthy communication, how to fight violence in the community and where to seek help due to the consequences of violence.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt